Þessi jakki er búinn til úr 23 plastflöskum

Danska fata­fyr­ir­tækið SELECTED FEMME/​HOMME hef­ur hafið sam­starf við dönsku um­hverf­is­sam­tök­in Plastic Change um að draga úr plast­meng­un og notk­un einnota plasts.
Það er liður í skuld­bind­ingu tísku­merk­is­ins til að stuðla að sjálf­bærni inn­an geir­ans.

Fyr­ir­tækið hef­ur aukið úr­val sitt af fatnaði sem er hannaður sér­stak­lega með sjálf­bærni að leiðarljósi. Nýj­asta viðbót­in er #plasticchan­ger-jakk­inn, sem er úr end­urunnu pó­lýester. Hver jakki er gerður úr 23 plast­flösk­um úr höf­um eða land­fyll­ing­um. Jakk­inn sjálf­ur og fóðrið er úr 100% end­urunnu pó­lýester.

„Með hon­um vilj­um við vekja at­hygli á plast­meng­un og auka veg fatnaðar úr sjálf­bær­um og end­urunn­um efn­um.“

Hluti af ágóða hvers jakka renn­ur til þessa mik­il­væga málstaðar og sam­tak­anna Plastic Change.

„Með (end­ur)nýt­ingu plasts við fatafram­leiðslu tök­um við ábyrgð. Sjálf­bærni er meðal grunn­gilda SELECTED og við höf­um heitið því að gera vöru­lín­ur okk­ar sí­fellt um­hverf­i­s­vænni. Með þessu sam­starfi sýn­um við það í verki. Með sam­stilltu átaki tekst okk­ur að draga úr notk­un einnota plasts og meng­andi áhrif­um þess,“ seg­ir Ása Tryggva­dótt­ir, markaðsstjóri Best­sell­er. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda