Lætur fjarlægja öll húðflúr sín

Pete Davidson lætur fjarlægja húðflúrin.
Pete Davidson lætur fjarlægja húðflúrin.

Skemmtikrafturinn Pete Davidson ætlar að láta fjarlægja öll húðflúr sín áður en hann verður þrítugur. Davidson er 27 ára í dag og segist hafa tekið margar slæmar ákvarðanir þegar hann fór undir nálina á sínum yngri árum.

Davidson skartar yfir 100 húðflúrum en hann ákvað að láta fjarlægja þau vegna þess hve langan tíma tekur að hylja þau þegar hann fer í tökur. Þarf hann yfirleitt að mæta um þremur tímum á undan öðrum. 

„Ég fer í næstu meðferð eftir um mánuð. Þeir segja að þau ættu öll að vera farin þegar ég verð þrítugur, svo það eru um tvö ár eftir,“ sagði Davidson í viðtali við People

Davidson fer í leysimeðferð til að láta fjarlægja húðflúrin. „Að brenna þau í burtu er verra en að fá sér þau, því þú ert ekki bara að brenna húðina, þú ert með þessi stóru gleraugu. Þannig að þú sérð ekki neit og læknirinn er þarna inni með þér,“ sagði Davidson í viðtali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda