Áhrifavaldurinn Larsa Pippen segist ekki hafa fengið sér fyllingar í rassinn á dögunum. Pippen mætti aftur til leiks í raunverulegaþættina Real Housewives of Miami á dögunum með töluvert stæðilegri rass en áður. Pippen segir að hún hafi unnið fyrir rassinum í ræktinni.
„Ég er búin að láta laga á mér nefið. Ég er búin að fá mér fyllingar í varirnar, og það er allt og sumt,“ sagði Pippen spurð um rassinn. Pippen hefur líka sagt frá því að hún lét laga á sér brjóstin í skurð aðgerð.
„Ég fer í ræktina bókstaflega sjö sinnum í viku. Ef ég sýni þér myndir fyrir fimm árum, þá var ég léttari en 45 kíló. Ég er 63 kíló í dag, þannig að já, lærin mín virðast stærri en þau voru, handleggirnir eru stærri en þeir voru. Líkaminn minn er búinn að breytast. Líkaminn minn er stinnari núna af því ég fer í ræktina,“ sagði hin 47 ára gamla Pippen sem er hvað þekktust fyrir að hafa verið eitt sinn gift körfuboltamanninum Scottie Pippen.
Pippen sagði enn fremur að hún hefði ekki áhyggjur af því að fara í skurðaðgerðir til að bæta útlit sitt. „Mér finnst ég mjög framsækin. Ég er mjög hrifin af tískunni, og ég geri það sem lætur mér líða vel og líta vel út, ég geri það alveg. Ég þannig manneskja. En ég er líka ánægð með það hvernig ég lít út.“