Frægustu íslensku skallarnir

Þjóðþekktir skallakóngar.
Þjóðþekktir skallakóngar. Samsett mynd

Sköllóttir karlmenn þykja einstaklega karlmannlegir og kynþokkafullir. Samkvæmt nýlegri rannsókn er margt í fari sköllóttra karla sem kvenpeningnum þykir heillandi og aðlaðandi þó svo að þeir karlar sem missa hárið á einhverjum tímapunkti eigi það til að vera viðkvæmir yfir því. Það er nákvæmlega ekkert sem þarf að skammast sín fyrir þegar maður hefur gljáandi fínan skalla - bara muna að hafa sjálfsöryggið í fararbroddi.

Smartland tók saman lista yfir flottustu og frægustu skallana sem Ísland hefur alið af sér. 

Emmsjé Gauti

Rapparinn Emmsjé Gauti skartar flottum skalla.

Emmsjé Gauti.
Emmsjé Gauti. Skjáskot/Instagram

Arnar Gunnlaugsson

Arnar Gunnlaugs, þjálfari karlaliðs Víkings, er með áberandi fínan skalla.

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Bjarki Gunnlaugsson

Bjarki Gunnlaugs, fjárfestir og fyrrum fótboltamaður, er eins og bróðir sinn - fáránlega flottur með skalla.

Bjarki Gunnlaugsson.
Bjarki Gunnlaugsson. mbl.is/Árni Sæberg

Auðunn Blöndal

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal er táknmynd sköllóttra karla.

Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal. Skjáskot/Facebook

Bubbi Morthens

Þjóðargersemin Bubbi Morthens er langflottasti skallapopparinn.

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aron Einar Gunnarsson

Knattspyrnumanninum Aroni Einari fer sjúklega vel að vera með sítt skegg og skalla.

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjálmar Örn Jóhannsson

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn ætti ekki að vera neitt öðruvísi en sköllóttur, hann er miklu skemmtilegri þannig.

Hjálmar Örn Jóhannsson.
Hjálmar Örn Jóhannsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Guðni Gunnarsson

Lífsþjálfinn Guðni Gunnarsson er meistari í að einfalda lífið til að auka vellíðan. Það hefur hann svo sannarlega haft að markmiði þegar hann lét hárið fjúka enda svakalega flottur með skalla.

Guðni Gunnarsson.
Guðni Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Emil Hallfreðsson

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðs er einn af þessum karlmannlegu skallakóngum.

Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson mbl.is/Árni Sæberg

Páll Magnússon

Palla Magg ættu flestir að kannast við úr stjórnmála- og fjölmiðlaumhverfinu. Verður það að viðurkennast að skallinn hans Palla yngir hann upp um mörg ár.

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gunnar Geirdal

Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal er með einn flottasta skalla sem sést hefur hér á landi.

Jón Gunnar Geirdal.
Jón Gunnar Geirdal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Þorri Gunnarsson

Siggi Gunnars, tónlistarstjóri á Rás 2, skartar einum gleðilegasta skalla sem fyrir finnst enda er Siggi okkar Gunnars alltaf í stuði.

Arnór Dan Arnarsson

Söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, Arnór Dan, er heppinn með skallann sinn. Svakalega gæjalegur.

Arnór Dan.
Arnór Dan. mbl.is/Árni Sæberg

Hallur Már Hallsson

Þúsundþjalasmiðurinn Hallur Már er eitursvalur með skalla.

Hallur Már Hallsson.
Hallur Már Hallsson. Skjáskot/Facebook

Jói Pé

Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Jói Pé hefur hlotið þann heiður að eiga yngsta skallann. Það fer Jóa ótrúlega vel að vera án hárs.

Jói Pé.
Jói Pé. Skjáskot/Instagram

Steingrímur J. Sigfússon

Alþingismaðurinn Steingrímur J. Sigfússon er með flottan skalla. Hann ber vott um virðingu og gæði.

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Felix Bergsson

Fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson er algert skallakrútt.

Felix Bergsson.
Felix Bergsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hallgrímur Helgason

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason vekur upp ákveðna dulúð með sínum skalla. Hvaða söguþráður ætli sé að spinnast undir skallanum hans?

Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda