Sköllóttir karlmenn þykja einstaklega karlmannlegir og kynþokkafullir. Samkvæmt nýlegri rannsókn er margt í fari sköllóttra karla sem kvenpeningnum þykir heillandi og aðlaðandi þó svo að þeir karlar sem missa hárið á einhverjum tímapunkti eigi það til að vera viðkvæmir yfir því. Það er nákvæmlega ekkert sem þarf að skammast sín fyrir þegar maður hefur gljáandi fínan skalla - bara muna að hafa sjálfsöryggið í fararbroddi.
Smartland tók saman lista yfir flottustu og frægustu skallana sem Ísland hefur alið af sér.
Emmsjé Gauti
Rapparinn Emmsjé Gauti skartar flottum skalla.
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugs, þjálfari karlaliðs Víkings, er með áberandi fínan skalla.
Bjarki Gunnlaugsson
Bjarki Gunnlaugs, fjárfestir og fyrrum fótboltamaður, er eins og bróðir sinn - fáránlega flottur með skalla.
Auðunn Blöndal
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal er táknmynd sköllóttra karla.
Bubbi Morthens
Þjóðargersemin Bubbi Morthens er langflottasti skallapopparinn.
Aron Einar Gunnarsson
Knattspyrnumanninum Aroni Einari fer sjúklega vel að vera með sítt skegg og skalla.
Hjálmar Örn Jóhannsson
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn ætti ekki að vera neitt öðruvísi en sköllóttur, hann er miklu skemmtilegri þannig.
Guðni Gunnarsson
Lífsþjálfinn Guðni Gunnarsson er meistari í að einfalda lífið til að auka vellíðan. Það hefur hann svo sannarlega haft að markmiði þegar hann lét hárið fjúka enda svakalega flottur með skalla.
Emil Hallfreðsson
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðs er einn af þessum karlmannlegu skallakóngum.
Páll Magnússon
Palla Magg ættu flestir að kannast við úr stjórnmála- og fjölmiðlaumhverfinu. Verður það að viðurkennast að skallinn hans Palla yngir hann upp um mörg ár.
Jón Gunnar Geirdal
Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal er með einn flottasta skalla sem sést hefur hér á landi.
Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunnars, tónlistarstjóri á Rás 2, skartar einum gleðilegasta skalla sem fyrir finnst enda er Siggi okkar Gunnars alltaf í stuði.
Arnór Dan Arnarsson
Söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, Arnór Dan, er heppinn með skallann sinn. Svakalega gæjalegur.
Hallur Már Hallsson
Þúsundþjalasmiðurinn Hallur Már er eitursvalur með skalla.
Jói Pé
Söngvarinn og tónlistarmaðurinn Jói Pé hefur hlotið þann heiður að eiga yngsta skallann. Það fer Jóa ótrúlega vel að vera án hárs.
Steingrímur J. Sigfússon
Alþingismaðurinn Steingrímur J. Sigfússon er með flottan skalla. Hann ber vott um virðingu og gæði.
Felix Bergsson
Fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson er algert skallakrútt.
Hallgrímur Helgason
Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason vekur upp ákveðna dulúð með sínum skalla. Hvaða söguþráður ætli sé að spinnast undir skallanum hans?