Lætur fjarlægja húðflúrin

Leikkonan Zoë Kravitz ætlar að láta taka nokkur húðflúr í …
Leikkonan Zoë Kravitz ætlar að láta taka nokkur húðflúr í burtu. AFP

Leik­kon­an Zoë Kra­vitz seg­ist ekki leng­ur þurfa að hafa öll húðflúr­in sín á lík­am­an­um og ætl­ar að láta fjar­lægja þau. Fjöldi húðflúra skreyta lík­ama henn­ar, en hún seg­ist ekki hafa tölu á því hversu mörg þau eru. 

„Ég hugsa bara að ég hafi ekki leng­ur þörf fyr­ir þetta á lík­ama mín­um,“ sagði leik­kon­an í viðtali við tíma­ritið GQ á dög­un­um. Eitt af þeim húðflúr­um er til dæm­is stjarna á ein­um fingra henn­ar sem hún fékk sér þegar hún var 18 ára göm­ul. 

„Mér finnst húðflúr vera fal­leg, eitt­hvað til að skreyta lík­amann með eins og förðun eða skart­grip­ir,“ sagði Kra­vitz í viðtal­inu en þar var hún spurð hvort það væri rétt að hún væri með 56 húðflúr. „Það er fyndið því ég veit ekki einu sinni hvað ég er með mörg. Ég sé þau varla leng­ur því ég er orðin svo vön þeim . Ég er búin að láta fjar­lægja nokk­ur, en ég ætla samt að fá mér fleiri húðflúr ein­hvern tím­an,“ sagði leik­kon­an sem er 33 ára göm­ul. 

Mörg húðflúr­anna hafa merk­ingu fyr­ir Kra­vitz, þar á meðal er hún með Free At Last húðflúr, eins og faðir henn­ar, Lenny Kra­vitz. Þá er hún með setn­ingu á frönsku „être toujours ivre“ sem laus­lega þýðist að vera alltaf full­ur, en fyrr­ver­andi stjúppabbi henn­ar Ja­son Momoa er með sömu setn­ingu flúraða á lík­ama sín­um.

Zoë Kravitz.
Zoë Kra­vitz. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda