Af hverju er Selenskí aldrei í jakkafötum?

Volodimír Selenskí klæðist aldrei jakkafötum.
Volodimír Selenskí klæðist aldrei jakkafötum. Samsett mynd

Klæðaburður Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta hef­ur vakið at­hygli á und­an­förn­um mánuðum. For­set­inn klæðist nefni­lega aldrei jakka­föt­um, ekki einu sinni þegar hann ávarpaði Banda­ríkjaþing á síðasta ári, og ekki held­ur þegar hann tók á móti Joe Biden Banda­ríkja­for­seta í Kænug­arði í upp­hafi vik­unn­ar. 

Selenski klæðist alltaf svo­kölluðum cargo-bux­um og peysu, oft í græn­um lit eða svörtu. Peys­an er þó meira en bara peysa eða merki um af­slappaðan stíl stjórn­mála­manns, eins og Barack Obama fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti eða Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hafa verið þekkt­ir fyr­ir. Dyl­an Jo­nes, blaðamaður Tel­egraph, leiðir að því lík­um að peys­an sé um­fram allt póli­tísk yf­ir­lýs­ing.

Selenski skipti ekki einu sinni um föt þegar hann heimsótti …
Selenski skipti ekki einu sinni um föt þegar hann heim­sótti Karl III. Breta­kon­ung. Peys­an sem hann klæðist er frá úkraínska merk­inu U-Shirt og heit­ir For­setapeys­an. Kost­ar hún um 15 þúsund krón­ur. AFP/​Aaron Chown

Í gegn­um tíðina hef­ur klæðnaður þjóðarleiðtoga á stríðstím­um skipt máli. Og hann ger­ir það líka núna á tím­um sam­fé­lags­miðla. For­set­inn get­ur ekki sótt styrk í bak­grunn sinn í úkraínska hern­um, en föt­in hans segja allt sem segja þarf. Hann stend­ur með hern­um, hann stend­ur með sínu fólki á stríðstím­um. Þegar hann hitti Biden, kölluðu föt­in á frið og hjálp.

Selenskí og Macron á leið til Brussel fyrr í febrúar.
Selenskí og Macron á leið til Brus­sel fyrr í fe­brú­ar. AFP/​Mohammed Badra

And­stæðan við Pútín

Klæðaburður Selenskís er líka and­stæðan við klæðaburð Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta. Pútín stend­ur í ræðupúlt­inu í tvær klukku­stund­ir í Loro Pi­ana-jökk­um sem kosta 1,7 millj­ón­ir króna og með Blancpain Grande Date Aqua Lung-úr sem kost­ar 1,5 millj­ón króna. 

Blaðamaður Tel­egraph var stadd­ur í Úkraínu í vik­unni og ræddi þar við íbúa í Lviv. Sögðust þeir all­ir standa með for­set­an­um. „Hann er maður fólks­ins og hann lít­ur út eins og maður fólks­ins,“ sagði einn. 

Selenskí ásamt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands.
Selenskí ásamt Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP/​Andrew Matt­hews

Sting­ur í stúf á meðal stjórn­mála­manna

Á morg­un er ár síðan Rúss­ar hófu inn­rás sína í Úkraínu og að verða komið ár síðan Úkraínu­for­seti skipti út hinum hefðbundnu stjórn­mála­mannajakka­föt­um fyr­ir for­setapeys­una. 

Heims­byggðin virðist þó ekki hafa velt því sért­stak­lega fyr­ir sér að Selenskí klædd­ist aldrei jakka­föt­um leng­ur fyrr en í des­em­ber á síðasta ári þegar hann heim­sótti Banda­rík­in. Vakti það meðal ann­ar at­hygli á Twitter og fleiri sam­fé­lags­miðlum að Úkraínu­for­seti væri ekki í jakka­föt­um í heim­sókn sinni í þingið. 

Selenski er iðulega sá eini sem er ekki í jakkafötum.
Selenski er iðulega sá eini sem er ekki í jakka­föt­um. AFP/​John Thys

Selenskí stakk líka í stúf í heim­sókn sinni í Evr­ópuþingið í Brus­sel fyrr í þess­um mánuði, þegar hann var svo gott sem eini stjórn­mála­maður­inn sem klædd­ist ekki jakka­föt­um.

Ein­hverj­ir byrjuðu þó að taka eft­ir klæðaburði Selenskís fyrr. Þar á meðal er Macron Frakk­lands­for­seti sem sást í hettupeysu í mars á síðasta ári.

Rishi Sunak og Selenskí fyrir utan Downingstræti 10.
Ris­hi Sunak og Selenskí fyr­ir utan Down­ingstræti 10. AFP
Selenskí þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í desember á síðasta ári.
Selenskí þegar hann ávarpaði Banda­ríkjaþing í des­em­ber á síðasta ári. AFP/​Jim Wat­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda