Yngra fólk sækir í fegrunaraðgerðir

Fegrunaraðgerðir eru vinsælar hjá yngra fólkinu.
Fegrunaraðgerðir eru vinsælar hjá yngra fólkinu. Unsplash.com/Sam Moghadam

Sífellt yngra fólk flykkist til lýtalækna ef marka má tölfræði American Academy of Facial Plastic and Reconstructive Surgery en um 75% aukning hefur verið á heimsóknum skjólstæðinga sem eru 30 ára og yngri á síðasta ári. 

Læknar telja að fólk sem fætt er á árunum 1997 til 2012 sé undir miklum áhrifum frá samfélagsmiðlum og skýri það þessa auknu ásókn aldurshópsins í fegrunaraðgerðir.

Lýtaaðgerðir eins og rassastækkanir eru sérstaklega vinsælar hjá konum sem vilja ná svokölluðu stundaglasa vaxtarlagi. Mesta aukningin er þó í fegrunaraðgerðum sem fela ekki í sér skurðaðgerðir eins og til dæmis bótox, fylliefni og húðslípun eða laser.

Sumir lýtalæknar fagna þessari þróun þar sem fólk er meira farið að hugsa um fyrirbyggjandi aðgerðir frekar en að laga eitthvað sem er þegar komið.

„Z-kynslóðin er að fá sér bótox sem þátt í þeirra húðrútínu frekar en að meðhöndla hrukkur,“ segir lýtalæknirinn Joyce Park.

Þá er fituflutningur (buccal fat removal) einnig mjög vinsæl aðgerð en þá er fitulag úr andlitinu fjarlægt til þess að andlitið fái meira mótað yfirbragð. Lýtalæknar vara þó við þessari aðgerð þar sem hún er varanleg og gæti litið illa út eftir því sem fólk eldist. „Þú lítur kannski vel út eftir aðgerðina á þrítugsaldri en eftir því sem aldurinn færist yfir þá minnkar fitan í andlitinu og andlitið verður of grannleitt og innsogið og það eldir mann enn meira,“ segir Kontis lýtalæknir. „Auðvitað er þá hægt að setja í sig fylliefni en punkturinn er að það er engin töfralausn til.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda