Aldrei farið í lýtaaðgerð

Isabella Rossellini hefur aldrei farið í lýtaaðgerð.
Isabella Rossellini hefur aldrei farið í lýtaaðgerð. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Isabella Rossellini hefur aldrei lagst undir hnífinn og getur ekki hugsað sér að láta sprauta fylliefnum í andlit sitt. Rossellini er andlit La Vie Est Belle-ilmsins frá Lancomé en hún fékk aftur starf hjá snyrtivörurisanum árið 2016 þegar Francoise Lehmann tók við sem forstjóri. 

Á níunda og í upphafi tíunda áratugar 20. aldarinna var Rossellini einnig andlit Lancomé. Gerði hún samning upp á margar milljónir bandaríkjadala sem gerði hana að tekjuhæstu fyrirsætu heims. 

Draumurinn að eldast fallega

Stuttu fyrir 43 ára afmæli hennar árið 1995 var henni svo sagt upp störfum. „Þau útskýrðu fyrir mér að auglýsingin fjallaði um draum, og að konur dreymdi um að vera ungar, ekki gamlar,“ sagði Rossellini, sem nýverið varð sjötug, í viðtali við Page Six

„Það er kannski draumur einhverra kvenna, en ég held að stærsti draumur kvenna sé að eldast fallega og með reisn,“ sagði Rossellini. 

Rúmlega tveimur áratugum seinna fékk hún símhringingu frá Lancomé þar sem henni var aftur boðið að vera andlit merkisins. „Ég bjóst sannarlega ekki við þessu,“ sagði Rossellini. 

„Við eldumst öll. Það er hluti af náttúrunni. Ég hef aldrei farið í neinar lýtaaðgerðir. Ef þú gerir það, þá vinnurðu kannski eina orrustu, en þú tapar stríðinu,“ sagði Rossellini. 

Rossellini er andlit La Vie Est Belle frá Lancomé.
Rossellini er andlit La Vie Est Belle frá Lancomé.

Þversögn

Spurð hvort hún hafi notast við fylliefni sagði hún nei.

„Hugmyndafræðilega, þá gæti ég aldrei hvílt sátt í mínu eigin skinni. Ég á lífrænan búgarð, borða lífrænt. Síðan sprauta ég mig með bótoxi. Ég veit ekki hvernig þetta tvennt ætti að fara saman. Ég veit að það er hægt, því ég á vini sem gera þetta, en það er þversögn,“ sagði Rossellini sem á bæ á Long Island. 

Hún sagðist þó alveg hafa hugsað um að fara í aðgerð og að það væri hálsinn sem hún væri hvað óöruggust yfir. „Hálsinn er alltaf eitthvað sem kemur mér í uppnám, en ég lifi með því. Ég vil frekar lítinn trefil en hnífinn,“ sagði Rossellini. 

Rossellini árið 1999.
Rossellini árið 1999. FRANK AUGSTEIN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda