Bandaríska stórleikkonan Melissa McCarthy var ekki á því að tímaritið People væri að hringja í rétta manneskju þegar þau buðu henni að prýða forsíðuna á, „The Beautiful Issue 2023.“
„Hringdirðu í réttan aðila? Eru mamma mín og pabbi með stærsta atkvæðaréttinn?“ Var með því fyrsta sem McCarthy, 52 ára, hugsaði þegar hún áttaði sig á því, um hvað símtalið snerist.
Leikkonan sem er mjög stolt af því að prýða forsíðu tímaritsins, elskar að hugsa þetta sem mögulega byrjun á því hvernig við endurskilgreinum fegurð. Það er hvernig við hugsum um og sjáum fegurð. „Fegurð þýðir að eiga það hver þú ert.“
Bridesmaids–leikkonan sagði í viðtali sínu við tímaritið að hún túlki þetta eins og „það sé verið að segja eitthvað virkilega yndislegt við yngra sjálfið mitt, við 20 ára mig. Og kannski við annað fólk líka.“