Ekki sjálfsagt að geta andað í kjólunum

Ítalski fatahönnuðurinn Donatella Versace.
Ítalski fatahönnuðurinn Donatella Versace. AFP/ANGELA WEISS

Donatella Versace, listrænn stjórnandi ítalska tískuhússins Versace, segir að stundum sé það þess virði að láta sig hafa það og vera í þröngum fötum. Sjálf er hún þekkt fyrir þröng föt en gildismat hennar er alltaf að breytast og hún segist hætt að liggja í sólbaði. 

Versace klæðir margar þekktustu stjörnur í heimi á rauða dreglinum og segir fatahönnuðurinn reyna að ýta undir sjálfstraust þeirra. Stjörnurnar geta hvergi falið sig þegar þær mæta á rauða dregilinn. Hún segir lífstykki gera mikið og eru lífstykki hluti af kjólum Versace. Lífstykki eru hins vegar ekki þægileg enda þægindi ofmetin að mati Versace. 

„Stundum eru þægindi ekki jafnmikilvæg og sjálfstraust. Stundum fer fólk í kjól og segist ekki getað andað. Ég segi þeim að venjast því. Innan nokkurra sekúnda gera þau það,“ sagði Versace þegar hún var spurð út í lífstykkin sem stjörnurnar nota í viðtali við The Telegraph

Donatella Versace í kjól með áberandi lífstykki á Met gala …
Donatella Versace í kjól með áberandi lífstykki á Met gala í maí. AFP

Sjálf hugsar hún mikið um að halda sér í ákveðnum formi og æfir pilates af krafti. Hún er á ströngu mataræði og borðar aðallega grænmeti, fisk og stundum brún hrísgrjón. Hún er auk þess hætt að reykja. „Læknirinn minn sagði að ef ég hætti ekki myndi ég ekki sjá hann aftur,“ sagði Versace sem reykti tvo pakka á dag. 

Versace er orðin 68 ára og veit að hún er að eldast. Hún segist hugsa betur um húðina en áður og er ekki jafnsólbrún. „Þegar ég áttaði mig á því að sólin var að eyðileggja húðina hætti ég. Svo eru fyllingarnar farnar. Ég er ekki lengur hrifin af því útlit svo ég lét fjarlægja þær.“

Donatella Versace var þekkt fyrir að vera sólbrún og fara …
Donatella Versace var þekkt fyrir að vera sólbrún og fara í fegrunaraðgerðir. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda