Björk prýðir forsíðu Vogue í fyrsta sinn

Tónlistarkonan er stórglæsileg.
Tónlistarkonan er stórglæsileg. Samsett mynd

Björk Guðmundsdóttir prýðir forsíðuna á nýjasta hefti Vogue Scandinavia, eins vinsælasta tískublaðs í heimi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska tónlistarkonan og aðgerðasinninn prýðir forsíðu blaðsins, þrátt fyrir margra ára feril og heimsfrægð.

Björk er stórglæsileg á myndinni, en hún er klædd í hátískukjól sem hannaður var af John Galliano fyrir franska tískuhúsið Maison Margiela.

Kjóllinn, sem hefur verið titlaður: “the year’s most iconic dress”, hefur vakið ómælda athygli frá því hann var sýndur á tískupöllunum fyrr á árinu, en hann er gegnsær, handlitaður og meðal annars gerður úr mannshári.

Það var íslenski ljósmyndarinn Viðar Logi sem myndaði tónlistarkonuna fyrir Vogue Scandinavia.

View this post on Instagram

A post shared by vidar logi (@vidarlogi)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda