Hver var í ósamstæðum sokkum á Alþingi?

Frá Alþingi í vikunni.
Frá Alþingi í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pírat­inn Björn Leví Gunn­ars­son er einn þeirra þing­manna sem fylg­ir ekki alltaf venj­um um snyrti­leg­an klæðnað á Alþingi. Eggert Jó­hann­es­son, ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins, tók mynd af ónefnd­um manni í ósam­stæðum sokk­um í vik­unni. Eggert ljóstraði því upp við Smart­land að um­rædd­ur maður væri pírat­inn Björn Leví Gunn­ars­son. 

Til­efni mynd­ar­inn­ar var um­fjöll­un um klæðnað þing­manna í Morg­un­blaðinu á fimmtu­dag­inn. Rifjað er upp í grein­inni að árið 2020 hafi Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­málaráðherra, gagn­rýnt Björn Leví fyr­ir ekki bara það að vera á sokka­leist­un­um held­ur líka í ósam­stæðum sokk­um. 

„Veistu, ég verð bara að segja, virðulegi for­seti, mér er al­gjör­lega orðið mis­boðið að þessi hátt­virti þingmaður sem kem­ur hér á sokka­leist­un­um upp í ræðupúlt, í sitt­hvor­um sokkn­um, ít­rekað, með póli­tískt skít­kast í raun­inni og ekk­ert annað.“ 

Svo virðist sem Björn Leví sé enn að leita að leita að sam­stæðum sokk­um fjór­um árum seinna. 

Björn Leví Gunnarsson er ekki alltaf í jakka.
Björn Leví Gunn­ars­son er ekki alltaf í jakka. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Líka á sokk­un­um í rækt­inni

Björn Leví legg­ur greini­lega ekki bara í vana sinn að ganga um Alþingi á sokka­leist­un­um. Heim­ild­ir Smart­lands herma að hann hafi einnig sést í Hreyf­ingu á sokka­leist­un­um. Lík­lega er hann bara heit­feng­ur. Hann hef­ur ein­mitt þá af­sök­un þegar hann var áminnt­ur fyr­ir að mæta í skyrtu í ræðustól. 

Björn Leví Gunnarsson þykir oft frjálslegur til fara á Alþingi.
Björn Leví Gunn­ars­son þykir oft frjáls­leg­ur til fara á Alþingi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda