Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina

Gestir fengu frábært verslunarveður.
Gestir fengu frábært verslunarveður. Samsett mynd

Íslenska íþróttavörumerkið Befit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli sínu á dögunum. Í tilefni af því var slegið upp afmælisveislu í húsi verslunarinnar að Mörkinni 1 þann 1. maí síðastliðinn. Befit Iceland deilir verslunarrými með BRÁ verslun en sú fagnaði sjö ára verslunarafmæli sínu.

Löng röð myndaðist fyrir framan verslunina en hún var gjörsamlega stútfull frá opnun og alveg fram að lokun.

Gestum var boðið upp á léttar veitingar frá PERFORM auk þess sem þeir fengu að snúa lukkuhjóli. Allar vörur voru á 20% afslætti og valdar vörur á sérstöku afmælistilboði.

Hrönn Sigurðardóttir heitin stofnaði Befit Iceland árið 2013. Hún lést í fyrrasumar eftir baráttu við nýrnahettukrabbamein.

Margir heimsóttu verslunina í tilefni dagsins.
Margir heimsóttu verslunina í tilefni dagsins. Ljósmynd/Anna Maria
Afgreiðslukonurnar höfðu vart undan.
Afgreiðslukonurnar höfðu vart undan. Ljósmynd/Anna Maria
Það var margt um manninn.
Það var margt um manninn. Ljósmynd/Anna Maria
Löng röð var við afgreiðslukassana allan daginn.
Löng röð var við afgreiðslukassana allan daginn. Ljósmynd/Anna Maria
Allar vörur voru á 20% afslætti.
Allar vörur voru á 20% afslætti. Ljósmynd/Anna Maria
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál