Tilvalin brúðarförðun

Jessica Biel á Cannes hátíðinni
Jessica Biel á Cannes hátíðinni mbl.is/AFP

Jessica Biel var óaðfinn­an­leg á rauða dregl­in­um í Cann­es en förðun­ar­fræðing­ur­inn Lisa Eldridge á heiður­inn af þeirri lát­lausu en glæsi­legu förðun sem Biel skartaði.

Förðunin passaði full­kom­lega við glæsi­leg­an Marchesa kjól sem Biel klædd­ist en kjóll­inn minnti óneit­an­lega á brúðar­kjól. Eldridge seg­ir þessa förðun ein­mitt vera til­valda brúðarförðun.

Eldridge mæl­ir með að velja farða sem inni­held­ur ekki sól­ar­vörn fyr­ir stóra dag­inn en slíkt meik mynd­ast illa þar sem sól­ar­vörn end­urkast­ar flass­inu.

„Berðu farðann einnig á háls­inn og bring­una og blandaðu hon­um vel inn í húðina,“ seg­ir Eldridge sem mæl­ir með að nota stór­an hrein­an bursta til að strjúka yfir húðina eft­ir að meikið er borið á til að ábyrgj­ast full­komna áferð.

Eldridge notaði “pri­mer“ á augn­lok Biel en hann eyk­ur end­ingu augnskugg­ans til muna. Því næst strauk hún ljós­brún­um augnskugga yfir allt augn­lokið og mótaði svo aug­un með dekkri augnskugga en hún tel­ur búna tóna fara flest­um vel. „Ég nota augnskugga áður en ég set hylj­ara und­ir aug­un ef ske kynni að augnskugg­inn myndi hrynja niður á húðina.“

Næsta skref er að bera hylj­ara und­ir aug­un og á ból­ur ef viðkom­andi hef­ur ein­hverj­ar. Eldridge mæl­ir með að nota ör­mjó­an bursta til að bera þekj­andi hylj­ara á ból­ur.

„Þær sem eru með feita húð þurfa að púðra yfir allt and­litið og hafa svo púðrið í tösk­unni yfir all­an dag­inn,“ seg­ir Eldridge sem seg­ir púðrið gefa lýta­lausa og matta áferð.

Til að full­komna út­litið not­ar Eldridge nokk­ur stök gerviaugn­hár og vatns­held­an augn­línupenna og maskara.

Að lok­um minn­ir Eldridge á að „minna er meira“.

Förðunarfræðinguinn Lisa Eldridge farðaði Jessicu Biel fyrir Cannes
Förðun­ar­fræðingu­inn Lisa Eldridge farðaði Jessicu Biel fyr­ir Cann­es mbl.is/​AFP
Jessica Biel
Jessica Biel mbl.is/​AFP
Jessica Biel í kjól frá Marchesa
Jessica Biel í kjól frá Marchesa mbl.is/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda