Serge Normant er algjör reynslubolti þegar kemur að hári. Hann hefur séð um hár Söruh Jessicu Parker, Julianne Moore, Gwyneth Paltrow, Blake Lively og Julia Roberts svo eitthvað sé nefnt en þær eiga það allar sameiginlegt að skarta glæsilegu hári.
„Ég hugsa aldrei um tískustrauma, ég fæ innblástur úr tískuheiminum en ég vil ekki klóna fólk,“ segir Normant sem hefur tröllatrú á fallegu hári.
„Ég trúi að hárið sé framlenging á húðinni. Glæsilegt hár er heilbrigt hár þannig að fólk ætti að hugsa um hárið alveg eins og það hugsar um húðina og nota næringu og maska,“ segir Normant sem mælir samt ekki með að nota fleiri en tvær til þrjár mótunarvörur í hárið. „Það er ekki gott að setja of mikið efni í hárið,“ <a href="http://www.elle.com/beauty/hair/serge-normant-tips-on-how-to-style-your-hair" target="_blank">segir Normant í viðtali við <em>Elle</em></a>.
Normant segir alla geta öðlast stórt og mikið hár. „Ég elska að framkalla umfangsmikið hár sem lítur út fyrir að vera þykkt. Maður þarf ekkert endilega að túbera hár til að gera það umfangsmeira, þetta snýst allt um að finna réttu vörurnar sem gefa þykkt og henta þínu hári.“
Normant segir að allir ættu að eiga þurrsjampó. „Það er alveg nauðsynlegt. Við eigum það til að snerta hárið okkar allan daginn og þá verður það flatt og skítugt. Þurrsjampó getur frískað upp á hárið á örskotstundu,“ segir Normant og bætir því við að þurrsjampó geti gefið flötu hári flotta lyftingu og fallega áferð.
„Það er allt í tísku núna. Fólk elskar sítt hár en það er alltaf gaman að sjá fólk breyta til. Stutt hár er alltaf klassískt og getur verið mjög töff,“ segir Normant sem sér vinsældir stutta hársins vera að aukast.
„Ég elska að nota ilmsmyrsl til að gefa stuttu hári flotta áferð. Svo er alltaf fallegt að setja smá olíu í endana til að fá glans,“ útskýrir Normant sem segir galdurinn á bak við fallegt hár vera sá að nota hárvörur sem henta þinni hárgerð.