Íslandsmet í kvartmílunni

Gísli Sveinsson vann í flokki götubíla á Challenger.
Gísli Sveinsson vann í flokki götubíla á Challenger. mbl.is/Sverrir

Veðrið lék við kvartmílumenn í síðustu keppni 17. ágúst sl. Góður árangur náðist líka í ýmsum flokkum. Grétar Franksson í opnum flokki á Chevy Vega náði þeim áfanga að vera fyrsti hurðabíllinn, (DoorSlammer), til að rjúfa níu sekúndna múrinn, fór á 8,92 sekúndum og Þórður Tómasson ók síðan sínum Camaro á 8,55 sekúndum síðar um daginn að keppni lokinni.

Gísli Sveinsson varð sigurvegari í SE flokki og bætti sinn persónulega árangur með 10,76. Þá fór Rúdólf Jóhannsson í sama flokki á 10,66. Smári Helgason í MC flokki setti nýtt Íslandsmet og ók á 12,141. Viðar Finnsson fór hraðast mótorhjólamanna og ók á 8,63 sekúndum en náði ekki að bæta sitt eigið Íslandsmet sem er 8,62 sekúndur. Steingrímur Ólafsson sigraði í GT flokki á tímanum 12,02 sekúndum sem er nýtt Íslandsmet. Ýmsir keppendur urðu fyrir einhverjum í bilunum eða skakkaföllum í keppninni. Sigurður Jakobsson sem hafði ekið sínum Gremlin á 12,28 sekúndum varð frá að hverfa vegna vatnsleka með frosttappa. Gera má ráð fyrir því að flestir ef ekki allir kapparnir verði tilbúnir í næstu keppni.

Úrslit:

Hjól að 1000cc

1. Sigurður Axelsson

Suzuki GSXR 1000.

2. Páll Halldórsson Kawazaki 900.

Ofurhjólaflokkur

1. Viðar Finnsson Grind

sérsmíðuð.

2. Steingrímur Ásgrímsson

Grind sérsmíðuð.

Hjól að 1300cc

1. Davíð Ólafsson Suzuki

Hyabusa.

2. Viðar Finnsson Suzuki

Hyabusa.

Rallysportflokkur

1. Guðlaugur Halldórsson.

2. Eyjólfur Magnússon.

3.-4. Jón Gunnar Kristinsson.

Mc-flokkur

1. Smári Helgason

Mustang 12,141 sek. Ísl.met.

2. Harry Herlufsen Camaro.

3.-4. Þröstur Guðnason Chevelle.

5.-8. Gunnlaugur Emilsson

Charger.

5.-8. Páll Sigurjónsson Javelin.

5.-8. Ragnar Ragnarsson Mustang.

9.-16. Sigurður Jakobsson

Gremlin.

9.-16. Þorkell

Árnason Firebird.

9.-16. Kristófer Árnason Nova.

9.-16. Ísleifur Ástþórsson

Mustang.

9.-16. Magnús

Guðmundsson Challanger.

GT flokkur

1. Steingrímur Ólafsson

Corvette Ísl.met 12,029.

2. Halldór Theodórsson Camaro.

3.-4. Daníel Hlíðberg Datsun.

5.-8. Helgi Runólfsson

MMC GT3000.

5.-8. Ómar Þór Kristinsson

Trans Am.

5.-8. Jón Þór Þórarinsson

MMC Starion Turbo.

SE flokkur

1. Gísli Sveinsson Challanger.

2. Rúdólf Jóhannsson Tempest.

3.-4. Ómar Norðdal Camaro.

GF flokkur

1. Benedikt Eiríksson Vega.

2. Jens Herlufsen Monsa.

3.-4. Ari Jóhannsson Camaro.

Opinn flokkur

1. Þórður Tómasson Camaro.

2. Grétar Franksson Vega.

Góður hiti kominn í dekkin í upphafi spyrnu.
Góður hiti kominn í dekkin í upphafi spyrnu. mbl.is/Sverrir
Viðar Finnsson fór með sigur af hólmi í ofurflokki mótorhjóla.
Viðar Finnsson fór með sigur af hólmi í ofurflokki mótorhjóla. mbl.is/Sverrir
Blússandi átök voru í götuhjólaflokki.
Blússandi átök voru í götuhjólaflokki. mbl.is/Sverrir
Frá kvartmílukeppninni um helgina.
Frá kvartmílukeppninni um helgina. mbl.is/Sverrir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert