Veðrið lék við kvartmílumenn í síðustu keppni 17. ágúst sl. Góður árangur náðist líka í ýmsum flokkum. Grétar Franksson í opnum flokki á Chevy Vega náði þeim áfanga að vera fyrsti hurðabíllinn, (DoorSlammer), til að rjúfa níu sekúndna múrinn, fór á 8,92 sekúndum og Þórður Tómasson ók síðan sínum Camaro á 8,55 sekúndum síðar um daginn að keppni lokinni.
Gísli Sveinsson varð sigurvegari í SE flokki og bætti sinn persónulega árangur með 10,76. Þá fór Rúdólf Jóhannsson í sama flokki á 10,66. Smári Helgason í MC flokki setti nýtt Íslandsmet og ók á 12,141. Viðar Finnsson fór hraðast mótorhjólamanna og ók á 8,63 sekúndum en náði ekki að bæta sitt eigið Íslandsmet sem er 8,62 sekúndur. Steingrímur Ólafsson sigraði í GT flokki á tímanum 12,02 sekúndum sem er nýtt Íslandsmet. Ýmsir keppendur urðu fyrir einhverjum í bilunum eða skakkaföllum í keppninni. Sigurður Jakobsson sem hafði ekið sínum Gremlin á 12,28 sekúndum varð frá að hverfa vegna vatnsleka með frosttappa. Gera má ráð fyrir því að flestir ef ekki allir kapparnir verði tilbúnir í næstu keppni.
Úrslit:
Suzuki GSXR 1000.
2. Páll Halldórsson Kawazaki 900.
sérsmíðuð.
2. Steingrímur Ásgrímsson
Grind sérsmíðuð.
Hyabusa.
2. Viðar Finnsson Suzuki
Hyabusa.
2. Eyjólfur Magnússon.
3.-4. Jón Gunnar Kristinsson.
Mustang 12,141 sek. Ísl.met.
2. Harry Herlufsen Camaro.
3.-4. Þröstur Guðnason Chevelle.
5.-8. Gunnlaugur Emilsson
Charger.
5.-8. Páll Sigurjónsson Javelin.
5.-8. Ragnar Ragnarsson Mustang.
9.-16. Sigurður Jakobsson
Gremlin.
9.-16. Þorkell
Árnason Firebird.
9.-16. Kristófer Árnason Nova.
9.-16. Ísleifur Ástþórsson
Mustang.
9.-16. Magnús
Guðmundsson Challanger.
Corvette Ísl.met 12,029.
2. Halldór Theodórsson Camaro.
3.-4. Daníel Hlíðberg Datsun.
5.-8. Helgi Runólfsson
MMC GT3000.
5.-8. Ómar Þór Kristinsson
Trans Am.
5.-8. Jón Þór Þórarinsson
MMC Starion Turbo.
2. Rúdólf Jóhannsson Tempest.
3.-4. Ómar Norðdal Camaro.
2. Jens Herlufsen Monsa.
3.-4. Ari Jóhannsson Camaro.
2. Grétar Franksson Vega.