Loeb vann rallið á Korsíku

Sébastien Loeb á Citroën C4 bíl sínum í Korsíkurallinu.
Sébastien Loeb á Citroën C4 bíl sínum í Korsíkurallinu. Reuters

Frakk­inn Sé­bastien Loeb fór með sig­ur af hólmi í Frakk­landsrall­inu sem lauk á eyj­unni Kors­íku í dag. Loeb endaði 23,7 sek­únd­um á und­an Finn­an­um Marcus Grön­holm en Spán­verj­inn Dani Sor­do varð þriðji, 44,3 sek­únd­um á eft­ir Loeb.

Í næstu sæt­um voru Finn­inn Jari-Matti Lat­vala, Norðmaður­inn Petter Sol­berg, Ástr­al­inn Chris Atkin­son, Tékk­inn Jan Kopecky, Spán­verj­inn Xevi Pons, Norðmaður­inn Henn­ing Sol­berg og Ítal­inn Al­ess­andro Bettega.

Með þess­um úr­slit­um minnkaði en bilið milli þeirra Grön­holms og Loebs, sem berj­ast um heims­meist­ara­titil­inn í en þrjár keppn­ir eru eft­ir af tíma­bil­inu. Grön­holm hef­ur 104 stig en Loeb 100. Þriðji er Mik­ko Hir­von­en, með 74 stig en hann endaði í 11. sæti á Kors­íku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert