Loeb með mikið forskot í Mónakó

Dani Sordo á fullri ferð á Citroën C4 bíl sínum.
Dani Sordo á fullri ferð á Citroën C4 bíl sínum. Reuters

Sébastien Loeb, heimsmeistari í rallakstri, hefur náð 56,6 sekúndna forskoti á liðsfélaga sinn, Spánverjann Dani Sordo, eftir annan keppnisdag í Monte Carlo rallinu í Mónakó. Loeb, sem ekur Citroën, hefur unnið þetta mót fjögur undanfarin ár líkt og heimsmeistaramótið.

Þriðji er Finninn Mikko Hirvonen, sem ekur Ford Focus, en hann er 26 sekúndum á eftir Sordo.

„Þetta var góður dagur," sagði Loeb, sem vann fjórar af sex sérleiðum í dag. „Bíllinn er fullkominn og mér líður vel undir stýri."

Ástralinn Chris Atkinson er í 4. sæti á Subaru Impreza, Frakkinn Francois Duval er fimmti og Norðmaðurinn  Petter Solberg er sjötti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert