Sigurður Bragi og Ísak unnu vorrallið

Sigurður Bragi og Ísak á „heimavellinum
Sigurður Bragi og Ísak á „heimavellinum" á Lyngdalsheiði. mynd/Jóhann A. Kristjánsson

Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson unnu vorrall Bifreiðaríþróttaklúbbs Reykjavíkur í gær. Keppnin var hörð og spennandi en úrslitin réðust á Lyngdalsheiðinni þar sem segja má að Sigurður Bragi sé á heimavelli. 

Í fyrstu ferð yfir heiðina tókst Sigurði Braga að saxa á forskot Jóns Bjarna og Borgars sem leiddu keppnina eftir fyrri keppnisdaginn. Í annarri ferðinni brugðust lukkudísirnar Jóni Bjarna  og Borgari þegar drifrásin í bíl þeirra brotnaði og þeir féllu úr keppni. 


Sigurður Bragi og Ísak tóku þá forystuna og héldu henni út keppnina  þrátt fyrir harða sókn Péturs S. Péturssonar og Heimis S. Jónssonar, sem enduðu í 2. sæti, 1,50 mínútum á eftir sigurvegurunum. Í þriðja sæti enduðu Marian Sigurðsson og Jón Þór Jónsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert