Ólafur Bragi sigrar í fyrstu torfærunni

Ólafur Bragi Jónsson innsiglar sigur sinn á Hróarslæknum við Hellu.
Ólafur Bragi Jónsson innsiglar sigur sinn á Hróarslæknum við Hellu. mbl.is/Jóhann A. Kristjánsson

Ólafur Bragi Jónsson frá Egilsstöðum sigraði í sérútbúnum flokki í fyrstu torfærukeppni ársins sem haldin var  á Hellu í gær. Þetta var góð byrjun hjá Ólafi sem tekur með þessum sigri  forystuna í Íslandsmeistaramótinu og heimsbikarmótinu en keppnin gaf stig í báðum þessum mótaröðum.

Gísli G. Jónsson varð í öðru sæti og Gunnar Gunnarsson varð þriðji.

Í flokki breyttra götubíla sigraði Bjarki Reynisson. Ragnar Róbertsson varð annar og Hafsteinn Þorvaldsson þriðji. Í götubílaflokki sigraði Páll Pálsson, Haukur Þorvaldsson varð annar og Steingrímur Bjarnason þriðji.

Önnur umferð heimsbikarkeppninnar verður ekin á Hellu í dag og hefst keppnin kl. 13.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert