Loeb líklegastur til afreka í Tyrklandi

Sebastien Loeb á fleygiferð
Sebastien Loeb á fleygiferð Reuters

Franski rallökuþórinn Sébastien Loeb er talinn langsigurstranglegastur fyrir áttunda rallið í heimsmeistarakeppninni í rallakstri sem hefst í Tyrklandi á morgun.

Frakkinn sigraði sinn fimmta titil á árinu með sigri í Akrapolis rallinu í Grikklandi fyrir tveimur vikum og er á ný efstur í stigakeppni ökumanna með 50 stig eftir að hafa lent á eftir Finnanum Mikko Hirvonen um tíma. Fullyrðir Loeb að forystu sína nú láti hann ekki af hendi á nýjan leik en ólíklegt er að Hirvonen sem aðeins er einu stigi á eftir í keppni ökuþóra fallist á það með Loeb.

Hirvonen hefur alfarið tekið við kyndlinum frá Marcus Grönholm sem helsti keppinautur Loeb þessa vertíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert