Loeb tók strax forustu í Þýskalandi

Sébastien Loeb hefur oft fagnað sigri í Rallakstri.
Sébastien Loeb hefur oft fagnað sigri í Rallakstri. Reuters

Franski heimsmeistarinn í rallakstri, Sébastien Loeb, tók strax forustuna í fyrstu sérleið Þýskalandsrallsins, sem hófst í morgun. Loeb, sem ekur Citroën C4, var 5,8 sekúndum fljótari að aka leiðina, rúmlega 20 km vegalengd, en Spánverjinn Dani Sordo, liðsfélagi hans.

Í þriðja sæti er Finninn Mikko Hirvonen á Ford Focus, 5,9 sekúndum á eftir Loeb. Næstir koma Belginn François Duval, Ástralin Chris Atkinson og Norðmaðurinn Petter Solberg.

Rallinu lýkur á sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert