Sordo vann fyrstu sérleið ársins

Dani Sordo á Citroën bíl sínum í Karlstad í dag.
Dani Sordo á Citroën bíl sínum í Karlstad í dag. Reuters

Spánverjinn Daniel Sordo vann fyrstu sérleiðina í Svíþjóðarrallinu í kvöld, fyrsta ralli ársins í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Um var að ræða stutta sýningarleið á reiðvelli í Karlstad og var Sordo 2 sekúndum á undan Frakkalnum Sébastien Ogier.

Finninn Mikko Hirvonen var þriðji og Frakkinn Sébastien Loeb, sexfaldur heimsmeistari, fjórði 2,3 sekúndum á eftir Sordo. Kimi Räikkönen, fyrrverandi heimsmeistari í formúlu 1 kappakstri, var áttundi en hann ætlar að keppa í ralli á þessu ári. 

Norðmaðurinn Petter Solberger 18 sekúndum á eftir Sordo en hann missti bíl sinn út af brautinni.  

Kimi Räikkönen ætlar að keppa í rallakstri á þessu ári …
Kimi Räikkönen ætlar að keppa í rallakstri á þessu ári og aka fyrir Citroën. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert