Hirvonen sigraði í Svíþjóð

Mikko Hirvonen í upphafi Svíþjóðarrallsins.
Mikko Hirvonen í upphafi Svíþjóðarrallsins.

Finninn Mikko Hirvonen, sem ekur Ford Focus, fór með sigur af hólmi í Svíþjóðarrallinu, fyrsta mótinu í heimsmeistaramótaröð ársins.

Norðmaðurinn Mads Østberg varð annar, 6,5 sekúndum á eftir Hirvonen og Finninn Jari-Matti Latvala varð þriðji, 34 sekúndum á eftir landa sínum. Báðir óku þeir Ford Focus. 

Í næstu sætum voru Frakkinn Sébastien Ogier, Norðmaðurinn Petter Solberg og Frakkinn Sébastien Loeb, en þeir aka allir Citroen DS3.

Solberg lenti í óvenjulegu „óhappi" í Svíþjóð á föstudagskvöld þegar lögreglan tók hann fyrir of hraðan akstur og var sviptur ökuréttinum.  Þess vegna varð Chris Patterson, aðstoðarökumaður hans, að aka bílnum í síðustu sérleiðinni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka