Loeb vann í Monte Carlo

Sébastien Loeb.
Sébastien Loeb. Reuters

Franski heimsmeistarinn í rallakstri, Sébastien Loeb, sigraði í Monte Carlo-rallinu í Mónakó, því fyrsta sem gefur stig til heimsmeistaratitils á árinu.

Loeb, sem ekur Citroën C4, stefnir nú að því að vinna níunda heimsmeistaratitil sinn í röð.

Spánverjinn Daniel Sordo, sem ekur nú fyrir Mini, varð annar, 4,35 mínútum á eftir Loeb. Í þriðja sæti varð Norðmaðurinn Petter Solberg og Finninn Mikko Hirvonen varð fjórði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert