ÍA komið á toppinn

ÍA er komið í efsta sæti Símadeildar karla í knattspyrnu eftir leiki kvöldsins. ÍA sigraði Breiðablik 3:1 á Akranesi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson var hetja Skagamanna en hann varði vítaspyrnu Kristófers Sigurgeirssonar skömmu fyrir leikslok þegar staðan var 2:1, ÍA í vil. KR sigraði Keflavík 2:0 í Frostaskjóli og Fylkir sigraði Fram 4:2 í Árbænum.

Úrslit:
Fylkir 4:2 Fram (Sverrir Þór Sverrisson, Fylkir, 15. og 46.)
                (Sævar Þór Gíslason, Fylkir, 19.)
                (Sævar Þór Gíslason, Fylkir, 27. úr víti)
                (Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram, 43.)
                (Haukur Hauksson, Fram, 46.)
KR 2:0 Keflavík (Einar Þór Daníelsson, KR, 29.)
                (Andy Roodie, KR, 73.) 
ÍA 3:1 Breiðablik (Kristján Carnell Brooks, Breiðablik, 30.) 
                  (Hjörtur Hjartarson, ÍA, 48. úr víti)
                  (Gunnlaugur Jónsson, ÍA, 52.)
                  (Grétar Steinsson, ÍA, 89.) 
Staðan:
      Lið         L U J T   Mörk  Stig 
1.    ÍA          5 3 1 1   10 : 5  10 
2.    Fylkir      5 3 1 1   8 : 4   10 
3.    Keflavík    5 3 0 2   7 : 7   9 
4.    ÍBV         4 2 1 1   2 : 1   7 
5.    Valur       4 2 1 1   4 : 4   7 
6.    Grindavík   4 2 0 2   5 : 5   6 
7.    KR          5 2 0 3   4 : 5   6 
8.    Breiðablik  5 2 0 3   4 : 7   6 
9.    FH          4 1 2 1   5 : 5   5 
10.   Fram        5 0 0 5   5 : 11  0 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert