Víkingar skelltu Skagamönnum 4:1 á Akranesi

Víkingar fóru á kostum í síðari hálfleik á Akranesi.
Víkingar fóru á kostum í síðari hálfleik á Akranesi. mbl.is/Þorvaldur

Botnlið Skagamanna fékk slæman skell gegn nýliðum Víkings á Akranesi í kvöld 4:1 eftir að staðan var 1:1 í leikhléi. ÍA er því enn í botnsæti deildarinnar þegar deildin er hálfnuð og hafa tapað sjö leikjum af níu. Á hinum endanum eru hins vegar Íslandsmeistarar FH og eru þeir enn taplausir eftir 2:0 sigur á Grindavík í kvöld. Keflvíkingar voru í banastuði gegn Blikum og sigruðu 5:0 og lyfta sér þar með úr fallsæti. Síðari hálfleikur er nýhafinn í fjórða leik kvöldsins hjá Fylki og ÍBV og er staðan 1:0 fyrir Fylki. 9. umferð lýkur á morgun með leik KR og Vals.

ÍA 1:4 Víkingur: Jón Vilhelm Ákason - Jökull Elísabetarson, Arnar Jón Sigurgeirsson, Stefán Kári Sveinbjörnsson, Daníel Hjaltason. Keflavík 5:0 Breiðablik: Stefán Örn Arnarson 2, Baldur Sigurðsson 2, Simun Samúelssen. FH 2:0 Grindavík: Tryggvi Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert