FH er komið með 12 stiga forystu í Landsbankadeild karla eftir 2:0 sigur á KR í Kaplakrika. Bjarnólfur Lárusson skoraði sjálfsmark á 61. mínútu og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson bætti við öðru marki Fimleikafélagsins. Undir lokin var Tryggva Bjarnasyni, leikmanni KR, vikið af leikvelli fyrir gróft brot.