Guðjón hefur ekki tapað fyrsta leik

Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, sem stjórnar sínum mönnum í leik gegn FH á Akranesi í dag, þekkir það ekki að tapa fyrsta leiknum í efstu deild þar sem hann teflir fram fylkingu sinni til orrustu.

*Þegar Guðjón stjórnaði ÍA í efstu deild 1987 fór hann með leikmenn sína til Hafnarfjarðar í fyrsta leik og fagnaði sigri í Kaplakrika, 1:0.

*ÍA hafnaði í þriðja sæti deildarinnar þetta ár, Valur varð Íslandsmeistari.

*Þegar Guðjón stjórnaði KA í fyrsta leik efstu deildar 1988 fögnuðu hann og lærisveinar sigri á Víkingum í Reykjavík, 1:0.

*KA hafnaði í fjórða sæti deildarinnar þetta sumar, Fram varð Íslandsmeistari að loknu þessu sumri.

*Þegar Guðjón stjórnaði ÍA í fyrsta leik í efstu deild 1992 náðu Skagamenn jafntefli gegn KR í vesturbænum, 2:2.

*ÍA varð Íslandsmeistari, með þremur stigum meira en KR.

*Þegar Guðjón stjórnaði KR-liðinu í efstu deild fagnaði hann og leikmenn hans stórsigri í Kópavogi í fyrsta leik, 5:0.

*KR varð í fimmta sæti, ÍA varð Íslandsmeistari.

*Þegar Guðjón stjórnaði ÍA í fyrsta leik deildarinnar 1996 vannst sigur á Stjörnunni á Akranesi, 3:1.

*ÍA varð Íslandsmeistari, með þremur stigum meira en KR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert