Valsmenn sigruðu Fylki, 2:1, í fyrsta leiknum í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Landsbankadeildar, á Fylkisvelli í dag. Halldór Hilmisson kom Fylki yfir en Dennis Bo Mortensen og Rene Carlsen svöruðu fyrir Val.
Fylgst var með gangi leiksins hér á mbl.is og textalýsingin fer hér á eftir. Viðtöl, frekari umfjöllun og einkunnagjöf í Morgunblaðinu á morgun.
87. Daníel Hjaltason kemur inná fyrir Helga Sigurðsson hjá Val.
85. Haukur Ingi Guðnason og Páll Einarsson koma inná hjá Fylki fyrir Ólaf Stígsson og Halldór Hilmisson.
85. Peter Gravesen með þrumuskot að marki Vals af 30 m færi en Kjartan Sturluson ver örugglega.
83. 1:2. Rene Carlsen með þrumuskot af 25 metra færi, með jörðinni og í netið hjá Fylkismönnum.
79. Freyr Guðlaugsson hjá Fylki fær gula spjaldið fyrir brot.
77. Freyr Guðlaugsson kemur inná hjá Fylki fyrir Mads Beierholm.
76. Dennis Bo Mortensen með hörkuskot að marki Fylkis frá vítateig og Fjalar Þorgeirsson ver vel í horn.
75. 1:1. Hafþór Vilhjálmsson með fallega sendingu frá vinstri, inní vítateig Fylkis hægra megin, þar sem Dennis Bo Mortensen jafnar metin með viðstöðulausu skoti.
73. Hafþór Vilhjálmsson kemur inná fyrir Sigurbjörn Hreiðarsson hjá Val.
73. Snögg sókn Fylkis, Andrés Jóhannesson rennir boltanum á Halldór Hilmisson sem á skot rétt utan vítateigs, rétt yfir mark Vals.
64. Sólin brýst framúr skýjunum í Árbænum. Það stytti upp í hálfleik og vindurinn hefur líka gengið nokkuð niður.
60. Dennis Bo Mortensen kemur inná hjá Val fyrir Pálma Rafn Pálmason.
60. Barry Smith með skalla yfir mark Fylkis eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar.
56. Baldur Aðalsteinsson með hörkuskot úr aukaspyrnu af 25 m færi sem Fjalar Þorgeirsson ver vel niðri í markhorninu.
49. Baldur Bett skallar í hliðarnetið hjá Fylki úr þröngu færi í markteignum eftir fyrirgjöf Helga Sigurðssonar frá vinstri.
48: 1:0. Halldór Hilmisson kemur Fylki yfir. Hann fékk sendingu innfyrir vörnina frá Christian Christiansen og renndi boltanum framhjá Kjartani í markinu.
46. Síðari hálfleikur er hafinn.
45+1 Helgi Sigurðsson með skot úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs eftir að brotið var á Guðmundi Benediktssyni. Hann skaut í varnarvegginn og í horn, en Garðar Örn Hinriksson flautaði til hálfleiks áður en Valsmenn gátu tekið hornspyrnuna.
41. Mads Beierholm með skot að marki Vals rétt innan vítateigs en Kjartan Sturluson ver örugglega.
39. Baldur Aðalsteinsson Valsmaður fær gula spjaldið fyrir brot.
37. Sigurbjörn Hreiðarsson með skot að marki Fylkis rétt utan vítateigs eftir þunga pressu Valsmanna en rétt framhjá.
32. Rigningin í Árbænum færist enn í aukana. Valsmenn ráða ferðinni að mestu en Fylkismenn hafa náð að koma framar á völlinn.
25. Guðmundur Benediktsson með viðstöðulaust skot af 20 metra færi að marki Fylkis, eftir sendingu Sigurbjörns Hreiðarssonar, en framhjá.
22. Lagleg sókn Fylkis, Andrés Már Jóhannesson gaf fyrir mark Vals frá hægri og Christian Cristiansen átti góðan skalla í þverslána og yfir.
19. Fylkismenn fá sinn besta færi, í kjölfarið á því að þeir skiluðu ekki boltanum aftur til Valsmanna eftir að einn þeirra meiddist og Kjartan markvörður Vals sendi boltann útfyrir. Mads Beierholm komst innfyrir vörn Vals, sem beið eftir því að fá boltann aftur, en var í mjög þröngu færi og skaut framhjá markinu.
12. Sannkallað dauðafæri Valsmanna. Guðmundur Benediktsson lék varnamann grátt á vinstri endalínunni og renndi út á Helga Sigurðsson, hann renndi boltanum yfir að stönginni hægra megin þar sem Baldur Bett var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að skjóta yfir mark Fylkis.
12. Sigurbjörn Hreiðarsson með skot að marki Fylkis af 20 metra færi en í varnarmann og horn. Fjórða hornspyrna Valsmanna sem hafa sótt linnulítið undan vindinum.
3. Valur Fannar Gíslason með viðstöðulaust skot að marki Vals af 20 metra færi en yfir.
Valsmenn leika undan talsverðum vindi og rigningu.
15:56: Guðni Rúnar Helgason, varnarmaðurinn reyndi, er ekki í hópi Fylkismanna í dag, en hann er tæpur vegna meiðsla í mjöðm, og Haukur Ingi Guðnason fer á varamannabekkinn. Ólafur Stígsson fyrirliði kemur inní lið Fylkis ásamt Halldóri Hilmissyni.
Valsmenn eru með sama byrjunarlið og gegn Fram í 1. umferðinni.
15:51: Það er ausandi rigning á Fylkisvelli skömmu fyrir leik en Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis hitar samt upp með sínum mönnum á stuttbuxunum!
Dómari er Garðar Örn Hinriksson.
Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Kristján Valdimarsson, David Hannah, Víðir Leifsson - Mads Beierholm, Ólafur Stígsson, Valur Fannar Gíslason, Peter Gravesen - Halldór Hilmisson, Christian Christiansen.
Varamenn: Jóhann Ólafur Sigurðsson, Páll Einarsson, Hermann Aðalgeirsson, Haukur Ingi Guðnason, Freyr Guðlaugsson, Arnar Úlfarsson, Ásgeir B. Ásgeirsson.
Lið Vals: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Barry Smith, Rene Carlsen - Baldur Bett, Pálmi Rafn Pálmason, Baldur Aðalsteinsson, Sigurbjörn Hreiðarsson - Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson.
Varamenn: Gunnar Einarsson, Hafþór Vilhjálmsson, Kristinn Hafliðason, Dennis Bo Mortensen, Sigurður B. Sigurðsson, Örn Kató Hauksson, Daníel Hjaltason.