Bjarni Ólafur samdi við Val til 2011

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is
Bjarni Ólafur Eiríksson knattspyrnumaður er genginn til liðs við Val að nýju frá danska liðinu Silkeborg. Bjarni átti eitt ár eftir af samningi sínum við danska liðið en félögin hafa komist að samkomulagi um félagaskiptin og hefur hann gert fjögurra og hálfs árs samning við Hlíðarendaliðið sem gildir út tímabilið 2011, að sögn Ótthars Edvardssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Vals.

Er ristarbrotinn

Bjarni er kominn til landsins en getur þó ekki byrjað að leika með Valsmönnum strax. Hann er meiddur en í ljós kom við læknisskoðun að álagsbrot er í ristinni og verður hann frá æfingum og keppni næstu fjórar til sex vikurnar. Valsmenn gera sér vonir um að hann verði orðinn klár í slaginn í 11. umferðinni síðari hlutann í júlí þegar Valur tekur á móti Fylki en hugsanlega verður hann þó fyrr á ferðinni.

Bjarni Ólafur er 25 ára gamall varnarmaður. Hann yfirgaf Val eftir tímabilið 2005 og gerði þriggja ára samning við Silkeborg sem féll endanlega úr dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Bjarni var fastamaður í liði Silkeborg þann tíma sem hann lék með liðinu en hann spilaði samtals 43 leiki með því. Hann hefur leikið 53 leiki með Val í efstu deild og þá á hann að baki 2 leiki með A-landsliðinu og 2 leiki með U21 árs liðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert