Helgi tryggði Val sigur gegn KR

Úr leik ÍA og FH á dögunum.
Úr leik ÍA og FH á dögunum. Brynjar Gauti

Fimm voru á dag­skrá Lands­banka­deild­ar karla í knatt­spyrnu í kvöld. Fylgst var með gangi mála í leikj­un­um fimm í texta­lýs­ingu á mbl.is en um er að ræða þriðju um­ferð Íslands­móts­ins. KR tapaði 2:1 gegn Val þar sem að Helgi Sig­urðsson skoraði bæði mörk Vals. Skaga­menn gerðu 2:2 jafn­tefli gegn Fram. FH vann stór­sig­ur gegn HK, 4:0. Breiðablik og Kefla­vík gerðu 2:2 jafn­tefli og Fylk­ir vann Vík­ing á úti­velli, 1:0.

FH er með 9 stig eft­ir þrjár um­ferðir, Val­ur er með 7 stig en KR og ÍA eru í neðstu sæt­un­um með 1 stig.

Staðan í deild­inni.

Val­ur - KR 2:1. Loka­töl­ur.

2:1 (79.) Helgi Sig­urðsson skor­ar með skalla af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu en þetta er þriðja mark Helga á leiktíðinni.

(74.) Rún­ar Krist­ins­son fær gult spjald fyr­ir brot og Bald­ur Aðal­steins­son leikmaður Vals fær einnig gult spjald.

(46.) Rún­ar Krist­ins­son kem­ur inná í liði KR fyr­ir Tryggva Bjarna­son og Pét­ur Marteins­son fer í vörn­ina í stað Tryggva.

1:1 (39.) Helgi Sig­urðsson skor­ar með skoti úr miðjum víta­teign­um eft­ir horn­spyrnu Vals­manna.

28. mín. Guðmund­ur Bene­dikts­son skaut að mari KR af stuttu færi en bolt­inn fór yfir markið. Þetta var þriðja góða færið sem Guðmund­ur fær í leikn­um en leik­ur­inn er mjög líf­leg­ur.

0:1 (23.) Guðmund­ur R. Gunn­ars­son skor­ar fyr­ir KR af stuttu færi eft­ir að Grét­ar Ólaf­ur Hjart­ar­son skaut í mark­s­töng­ina á marki Vals.

Will­um Þór Þórs­son still­ir upp sama byrj­un­arliði og síðustu tveim­ur leikj­um en Teit­ur Þórðar­son þjálf­ari KR ger­ir tvær breyt­ing­ar á liði sínu. Bjarn­ólf­ur Lárus­son og Guðmund­ur Gunn­ars­son koma inn í liðið en Jó­hann Þór­halls­son og Atli Jó­hanns­son eru á vara­manna­bekkn­um. Rún­ar Krist­ins­son er á vara­manna­bekk KR.

FH - HK 4:0. Loka­töl­ur.

4:0 (82.) Tryggvi Guðmunds­son bæt­ir við fjórða marki FH.

3:0 (80.) Arn­ar Gunn­laugs­son skor­ar fyr­ir FH.

2:0 (59.) Tryggvi Guðmunds­son skor­ar á 59. mín­útu með skoti af stuttu færi eft­ir send­ingu frá Arn­ari Gunn­laugs­syni. Þetta er annað mark Tryggva á leiktíðinni.

1:0 (4.) Matth­ías Guðmunds­son kem­ur FH yfir með marki á 4. mín­útu. Þetta er þriðja markið hjá Matth­íasi á leiktíðinni. Matth­ías lék í gegn­um flata vörn nýliða HK og skaut bolt­an­um í markið.

ÍA - Fram 2:2. Loka­töl­ur

2:2 (85.) Ingvar Þór Ólason jafn­ar fyr­ir Fram með skoti af löngu færi.

2:1 (76.) Gísli Freyr Brynj­ars­son kom inná sem varamaður á 75. mín­útu og fram­herj­inn ungi fann leiðina að marki Fram eft­ir aðeins eina mín­útu. Þetta er fyrsta markið sem Gísli skor­ar í efstu deild en hann er aðeins 19 ára gam­all.

1:1 (63.) Jón­as Grani Garðars­son skor­ar fyr­ir Fram eft­ir mik­il varn­ar­mis­tök í liði ÍA.

1:0 (40.) Árni Thor Guðmunds­son varn­ar­maður ÍA skor­ar á 40. mín­útu með skoti af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu. Þetta er annað mark Árna fyr­ir ÍA í Lands­banka­deild­inni en hann lék 16 leiki í fyrra og skoraði hann eitt mark.

Vík­ing­ur - Fylk­ir 0:1. Loka­töl­ur.

0:1 (68.) Val­ur Fann­ar Gísla­son skoraði eina mark leiks­ins.

Breiðablik - Kefla­vík 2:2. Loka­töl­ur.

2:2 (90.) Guðjón Árni Ant­on­íus­son jafn­ar fyr­ir Kefla­vík.

2:1 (83.) Magnús Páll Gunn­ars­son skor­ar fyr­ir Breiðablik.

1:1 (76.) Marco Kotilain­en skor­ar beint úr auka­spyrnu en bolt­inn fór í mitt markið án þess að Hjörv­ar Hafliðason kæmi vörn­um við.

(68.) Ómar Jó­hanns­son markvörður Kefla­vík­ur varði víta­spyrnu frá Arn­ari Grét­ars­syni.

1:0 (9.) Kristján Óli Sig­urðsson skoraði fyr­ir Breiðablik á 9. mín­útu. Kristján skaut að marki Kefl­vík­inga af um 20 metra færi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert