Fyrsti sigur Breiðabliks í Landsbankadeildinni

Nenad Zivanovic í leik gegn ÍA í fyrra.
Nenad Zivanovic í leik gegn ÍA í fyrra. mbl.is/Ómar

Fyrsti sigur Breiðabliks í Landsbankadeild karla í sumar leit dagsins ljós í Kópavogi í kvöld þegar liðið skellti Akurnesingum 3:0. Keflavík sigraði Fram 2:1 og Fylkir vann HK 1:0. Leikur KR og FH hófst klukkan 20:00.

Breiðablik 3:0 ÍA. Magnús Páll Gunnarsson skoraði á 2. mínútu, hans fjórða í Landsbankadeildinni í sumar. Kristján Óli Sigurðsson bætti við marki á 55. mínútu með hnitmiðuðu skoti frá vítateig. Nenad Zivanovic kom inn á sem varamaður og skoraði þriðja markið á 82. mínútu.

Keflavík 2:1 Fram. Þórarinn Kristjánsson kom Keflvíkingum yfir gegn Fram 14. mínútu en Hjálmar Þórarinsson jafnaði metin á 33. mínútu. Baldur Sigurðsson skoraði annað mark Keflvíkinga á 55. mínútu. Framarar enn án sigurs í deildinni.

Fylkir 1:0 HK. Haukur Ingi Guðnason fór meiddur af leikvelli á 25. mínútu. Hermann Aðalgeirsson kom inn á sem varamaður og skoraði á 88. mínútu. Mads Beierholm Fylki fékk að líta rauða spjaldið á síðustu andartökum leiksins vegna tveggja gulra spjalda.

KR 0:2 FH. FH-ingar eru 2:0 yfir á KR-vellinum með mörkum frá Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni á 8. mínútu og Guðmundi Sævarssyni á 19. mínútu.

Þórarinn Kristjánsson er búinn að skora fyrir Keflavík gegn Fram.
Þórarinn Kristjánsson er búinn að skora fyrir Keflavík gegn Fram. mbl.is/Jim Smart
Guðmundur Sævarsson skoraði annað mark FH gegn KR.
Guðmundur Sævarsson skoraði annað mark FH gegn KR. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert