Helgi valinn besti leikmaður fyrstu sex umferðanna

Helgi Sigurðsson er besti leikmaður fyrstu sex umferðanna, samkvæmt mati …
Helgi Sigurðsson er besti leikmaður fyrstu sex umferðanna, samkvæmt mati valnefndarinnar. Morgunblaðið/Golli

Helgi Sigurðsson úr Val var í dag útnefndur besti leikmaðurinn í fyrstu sex umferðum Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Ólafur Jóhannesson þjálfari FH var útnefndur besti þjálfarinn á þessu tímabili og Garðar Örn Hinriksson besti dómarinn. Þá fengu stuðningsmenn Keflvíkinga verðlaun sem bestu stuðningsmennirnir í fyrstu sex umferðunum.

Valnefnd fyrir Landsbankadeild karla 2007 skipa eftirtaldir: Blaðið, DV, Fótbolti.net, Gras.is, Íslenskar getraunir, Mín skoðun, Morgunblaðið, RÚV, Sport.is, Sýn og Landsbankinn.

Úrvalslið umferða 1-6 er þannig skipað:

Markvörður:
Bjarni Þ. Halldórsson, Víkingi R.

Varnarmenn:
Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Barry Smith, Val
Freyr Bjarnason, FH
Sverrir Garðarsson, FH

Tengiliðir:
Baldur Sigurðsson, Keflavík
Matthías Guðmundsson, FH
Símun Samuelsen, Keflavík

Framherjar:
Helgi Sigurðsson, Val
Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabliki
Tryggvi Guðmundsson, FH

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert