Skagamenn unnu í kvöld Valsmenn 2:1 í 7. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Valsmenn byrjuðu þó betur og strax á 5. mínútu kom Dennis Bo Mortensen þeim yfir með góðu marki úr teignum. Skagamenn jöfnuðu metin á síðustu andartökum fyrri hálfleiks þegar Dario Cingel skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Sigurmarkið kom svo úr vítaspyrnu, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka, sem Bjarni Guðjónsson skoraði örugglega úr. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
84. Guðmundur Benediktsson kemur inn á fyrir Hafþór Ægi Vilhjálmsson.
83. 2:1. Bjarni Guðjónsson skorar örugglega úr víti sem var dæmt eftir að Pálmi Rafn braut á Heimi Einarssyni. Valsmenn eru lítt sáttir við þennan dóm.
80. Skagamenn gera 2 breytingar á sínu liði. Andri Júlíusson kemur inn fyrir Helga Pétur Magnússon og Gísli Freyr Brynjarsson kemur inn á fyrir Þórð Guðjónsson.
76. Eftir 15. hornspyrnu Valsmanna barst boltinn til Birkis Más inni í vítateignum og hann átti gott skot sem Páll Gísli varði vel með hægri fæti.
71. Jón Vilhelm Ákason var nálægt því að setja tánna í boltann eftir fyrirgjöf frá hægri en Birkir Már bjargaði á síðustu stundu.
70. Bjarni Guðjónsson átti stórhættulega sendingu inn fyrir vörn Valsara og Vjekoslav Svadumovic átti ágætt skot en Kjartan varði mjög vel.
66. Valsarar hyggjast auka við sóknarþunga sinn og hafa skipt Daníel Hjaltasyni inn á fyrir fyrirliðann Sigurbjörn Hreiðarsson.
Staðan í hálfleik er jöfn, 1:1. Valsmenn hafa verið ívið hættulegri en lítið hefur verið um góð marktækifæri.
45. 1:1. Dario Cingel skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar og aðeins nokkrum sekúndum síðar flautaði Magnús Þórisson til loka fyrri hálfleiks.
40. Dennis Bo Mortensen á stórhættulegan skalla eftir hornspyrnu en samherji hans, Helgi Sigurðsson, varði boltann óvart á línu áður en Páll Gísli Jónsson, markvörður, handsamaði boltann.
5. 0:1. Dennis Bo Mortensen skorar gott mark úr vítateignum fyrir Valsmenn. Skagavörnin hefur ekki verið með á nótunum á þessum upphafsmínútum.
2. Pálmi Rafn á fínt skot úr vítateignum í stöngina.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru mjög góðar á Akranesvelli í kvöld. Dómari er Magnús Þórisson.
Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson - Árni Thor Guðmundsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Bjarni Guðjónsson, Heimir Einarsson, Helgi Pétur Magnússon, Ellert Jón Björnsson, Þórður Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Dario Cingel, Vjekoslav Svadumovic.
Lið Vals: Kjartan Sturluson - Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Birkir Már Sævarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Baldur Bett, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Dennis Bo Mortensen, Rene Carlsen.