Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. FH sigraði Breiðablik, 2:1. Nýliðar HK lögðu KR-inga, 2:0, og Keflavík gerði góða ferð í Víkina og sigraði, 1:2. Fylgst var með gangi mála í leikjunum í beinni textalýsingu á mbl.is og nánari umfjöllun og viðtöl verða í Morgunblaðinu á morgun.
HK - KR 2:0, Víkingur - Keflavík 1:2, FH - Breiðablik 2:1.
Leik FH og Breiðablik er lokið með sigri FH, 2:1. FH-ingar eru með 19 stig í efsta sætinu en Keflavík er í öðru sæti með 14 stig.
75. Blikar í stórsókn. Nenand Zivanovic kemst í upplagt færi en Daði Lárusson ver meistaralega vel í marki FH-inga.
2:1 (70.) Arnar Gunnlaugsson kemur FH-ingum í 2:1 með fallegu skallamarki eftir góða fyrirgjöf frá Hirti Loga Valgarðssyni.
1:1 (55.) Tryggvi Guðmundsson var að jafna metin fyrir Íslandsmeistara FH eftir góða sókn.
0:1 (50.) Breiðablik var að komast yfir gegn FH í Kaplakrika með marki frá Nenand Petrovic sem skoraði með þrumuskoti sem hafnaði efst í markhornið.
Hörður Bjarnason fær að líta rauða spjaldið í liði Víkinga sem eru þar með orðnir tveimur mönnum færri. Stuttu síðar flautar Jóhannes Valgeirsson til leiksloka. Keflavík hafði betur gegn Víkingi, 2:1.
89. Guðmundur Steinarsson skorar fyrir Keflavík með marki úr vítaspyrnu.
Lokamínúturnar eru í gangi í leikjum HK og KR og hjá Víkingi og Keflavík. Það stefnir í enn eitt tapið hjá KR og Keflvíkingar reyna að knýja fram sigur gegn tíu leikmönnum Víkings.
Flautað hefur verið til leikhlés í leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika og er staðan markalaus.
1:1 (73.) Sinisa Kekic jafnar fyrir Víking úr vítaspyrnu. Fjórða mark Kekic í Landsbankadeildinni í ár. Upp úr vítaspyrnunni urðu einhver átök sem endaði með því að Kekic fékk að líta rauða spjaldið.
43. Magnús Páll Gunnarsson skýtur í varnarmann FH og yfir markið úr góðu færi.
2:0 (70.) Oliver Jaeger var að koma HK-ingum í 2:0 gegn KR-ingum á Kópavogsvelli en hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. Það stefnir því enn eitt tapið hjá KR-ingum.
KR-ingar sækja grimmt að marki HK-inga á Kópavogsvelli og í tvígang hefur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður HK þurft að taka á honum stóra sínum.
Víkingum gengur illa að finna leið framhjá vel skipulagðri vörn Keflvíkinga sem eru 0:1 yfir með marki Þórarins Brynjars Kristjánssonar.
Teitur Þórðarson þjálfari KR-inga gerir tvær breytingar á liði sínu. Óskar Örn Hauksson og Jóhann Þórhallsson eru komnir í framlínu vesturbæjarliðsins.
0:1 (46.) Keflavíkingar voru að komast yfir gegn Víkingum í Víkinni. Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði markið eftir aðeins 30 sekúnda leik í seinni hálfleik. Fjórða mark Þórarins í deildinni.
15. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson kemst í dauðafæri en Casper Jacobsen markvörður Breiðabliks ver glæsilega skot Ásgeirs af markteig.
10. Prince Rajcomar framherji Breiðabliks kemst í gott færi en varnarmenn FH bægja hættunni frá á síðustu stundu.
Flautað hefur verið til leikhlés í leik HK og KR og er HK yfir, 1:0. Einnig er kominn hálfleikur hjá Víkingi og Keflavík og er staðan 0:0.
Leikur FH og Breiðabliks er rétt að hefjast og liðin eru þannig skipuð:
Lið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Sverrir Garðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Ásgeir Ásgeirsson, Dennis Siim, Davíð Þór Viðarsson, Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guðmundsson.
Lið Breiðabliks: Casper Jacobsen, Árni K. Gunnarsson, Srdjan Gasic, Guðmann Þórisson, Arnór Aðalsteinsson, Arnar Grétarsson, Kristján Óli Sigurðsson, Olgeir Sigurgeirsson, Nenand Petrovic, Magnús Páll Gunnarsson, Prince Rajcomar.
1:0 (35.) Jón Þorgrímur Stefánsson kemur HK-ingum yfir með skallamarki eftir aukaspyrnu.
Rúmur hálftími er liðinn af leikjum HK og KR annars vegar og Víkings og Keflavíkur hins vegar. Markalaust jafntefli er í báðum leikjunum og fá marktækifæri hafa litið dagsins ljós.
23. Gunnleifur Gunnleifsson markvörður HK ver glæsilega viðstöðulaust skot frá Atla Jóhannssyni. Besta færi leiksins og KR-ingar eru að herða tökin á leiknum.
16. Kenneth Gustavsson varnarmaðurinn sterki hjá Keflavík fær gott færi en Þórður Halldórsson markvörður Víkings ver fasta kollspyrnu hans.
Tíu mínútur eru liðnar af leik HK og KR og hefur fátt markvert gert þessar fyrstu mínútur á Kópavogsvelli.
Rúnar Kristinsson er ekki í leikmannahópi KR-inga sem freista þess að vinna sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni í ár. Þá getur Bjarnólfur Lárusson ekki leikið með KR-ingum vegna meiðsla.
Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson – Stefán Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Davíð Magnússon – Finnur Ólafsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Páll Sigmundsson – Aaron Palomares, Eyþór Guðnason, Jón Þorgrímur Stefánsson.
Lið KR: Kristján Finnbogason - Skúli Jón Friðgeirsson, Gunnlaugur Jónsson, Pétur Marteinsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Sigmundur Kristjánsson, Kristinn Magnússon, Eggert Rafn Einarsson, Atli Einarsson - Grétar Ólafur Hjartarson, Björgólfur Takefusa.
Lið Víkings: Þórður Halldórsson, Valur Úlfarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Hörður Bjarnason, Jökull Elísarbetarson, Arnar Jón Sigurgeirsson, Jón Björgvin Hermannsson, Gunnar Kristjánsson, Egill Atlason, Sinisa Kekic.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðjón Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Guðmundur Viðar Mete, Branislav Milicevic, Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Marco Kotilainen, Símun Samuelsen, Guðmundur Steinarsson, Þórarinn Kristjánsson.