Breiðablik vann HK, 3:0, í uppgjöri Kópavogsliðanna á Kópavogsvelli í kvöld, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast í efstu deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 1:0 fyrir Blika. Nokkuð á þriðja þúsund áhorfendur voru á leiknum en mikil eftirvænting hefur ríkt í Kópavogi vegna leiksins undanfarna daga. Þrátt fyrir sigur Blika þá standa liðin jöfn með 10 stig eftir 8 leiki.
3. Arnar Grétarsson tekur aukaspyrnu frá hægri kanti, sendir boltann inn á miðjan vítateig HK þar sem Kristján Óli Sigurðsson kemur á fullri ferð og spyrnir knettinum í vinstra markhornið og kemur Breiðablik yfir í þessum stórleik Kópavogsliðanna sem eigast nú við í fyrsta sinn í efstu deild karla í knattspyrnu.