Valur burstaði FH 4:1

Tryggvi Guðmundsson og Barryt Smith í baráttunni á Laugardalsvelli í …
Tryggvi Guðmundsson og Barryt Smith í baráttunni á Laugardalsvelli í kvöld. Sverrir Vilhelmsson

Valsmenn burstuðu Íslandsmeistara FH 4:1 í 8. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fyrsta tap FH í ellefu deildarleikjum staðreynd. Valur hafði 3:0 yfir í hálfleik. Forskot FH á toppnum er nú tvö stig en Keflavík er í öðru sæti með sautján stig. Valur er með fimmtán stig.

1:0. Valsmenn hafa tekið forystuna strax á 13. mínútu leiksins og það var af ódýrari gerðinni. Guðmundur Benediktsson pressaði Daða Lárusson markvörð og fyrirliða FH, þegar Daði bjó sig undir að spyrna frá markinu. Boltinn hafnaði í Guðmundi og fór þaðan í markið. Fyrsta mark Guðmundar í deildinni í sumar.

2:0. Helgi Sigurðsson er búinn að bæta við öðru marki fyrir Val á 20. mínútu. Sjötta mark Helga í deildinni og það kom með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni.

Hjörtur Logi Valgarðsson hefur fengið tvö bestu færi FH-inga í leiknum sem aðeins hafa fært sig upp á skaftið síðustu mínútur. Hjörtur fékk gott færi eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar á 29. mínútu en skallaði beint í fang Kjartans Sturlusonar markvarðar Vals.

3:0. Tommy Nielsen skoraði sjálfsmark á 35. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni. Valsmenn eru mjög grimmir eins og tölurnar gefa til kynna og FH-ingar hafa enn sem komið er ekki fundið nein svör.

3:1. Matthías Vilhjálmsson minnkaði muninn fyrir FH á 47. mínútu með hörkuskoti rétt utan vítateigs. Fyrsta mark Matthíasar í Landsbankadeildinni.

FH-ingar eru mun frískari í síðari hálfleik heldur en í þeim fyrri. Þeir hafa þó ekki skapað sér almennileg færi eftir að þeir minnkuðu muninn í 3:1. Guðmundur Benediktsson átti hins vegar hörkuskot fyrir Val sem fór rétt fram hjá. Bæði lið hafa gert breytingar: Gunnar Einarsson kom inn á í vörn Vals fyrir Barry Smit og Atli Guðnason er kominn í framlínu FH og út af fór Denis Siim.

4:1. Guðmundur Benediktsson skoraði fjórða mark Vals á 62. mínútu eftir ágæta skyndisókn. Annað mark Guðmundar í leiknum. Helgi Sigurðsson komst upp hægra megin, renndi boltanum á Hafþór Ægi sem gaf fyrir markið og Guðmundur skoraði úr dauðafæri.

Dofnað hefur yfir leiknum síðustu mínúturnar. Korter er eftir af leiknum og FH-ingar ólíklegir til þess að jafna metin. Guðmundur Benediktsson og Baldur Bett eru farnir af velli hjá Val, og í þeirra stað komu þeir Dennis Bo Mortensen og Sigurbjörn Hreiðarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert