Bjarni þurfti lögreglufylgd

Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson. Kristinn Ingvarsson

Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, varð að fá lögreglufylgd til heimkynna sinna eftir leik ÍA og Keflavíkur sem áttust við á Akranesi í gær. Upp úr sauð þegar Bjarni skoraði annað mark ÍA. Hann hugðist senda boltann yfir mark Keflvíkinga eftir að Suðurnesjamennirnir höfðu sparkað boltanum út fyrir hliðarlínu svo hægt væri að hlúa að meiddum leikmanni. Ekki vildi betur til en að boltinn sveif yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið og þegar upp var staðið reyndist þetta sigurmark leiksins.

Eftir leikinn gerðu nokkrir leikmenn Keflvíkinga aðsúg að Bjarna og kom til einhverra stimpinga í vallarhúsinu og var gripið til þess ráðs að fá lögreglu á staðinn. Bjarni vildi ekki tjá sig um atvikið við Morgunblaðið en Þórður, bróðir hans, sagði að það hefði alls ekki verið ætlun Bjarna að skjóta á markið og hvað þá að skora við þessar kringumstæður.

Dæmi eru um það, t.d. frá Hollandi, að lið hafi gefið mark á móti í kjölfar svipaðs atviks og varð á Akranesvelli í gær. Sjá má myndskeið af slíku atviki á vefnum YouTube.

YouTube

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert