Bjarni: Mér þykir þetta ofboðslega leiðinlegt

Bjarni Guðjónsson
Bjarni Guðjónsson

Bjarni Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá ÍA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri búinn að vera miður sín síðan hann skoraði markið umtalaða gegn Keflvíkingum: ,,Mér finnst ofboðslega leiðinlegt að hafa skorað þetta mark. Ég er búinn að biðjast opinberlega afsökunar og það er því miður ekki meira sem ég get gert. Ég verð einfaldlega að sætta mig við þetta," sagði Bjarni. Hann lýsir atburðarásinni á eftirfarandi hátt:

,,Það var aldrei minn vilji að boltinn færi einu sinni í áttina að markinu. Ég ætlaði að þruma honum aftur fyrir endamörk og helst sem næst hornfánanum. Þessi sending mín var hins vegar alveg með ólíkindum léleg. Ég ætlaði einfaldlega að gera það nákvæmlega sama og ég hafði gert fyrr í seinni hálfleiknum þar sem ég sendi boltann upp völlinn í svipaðri stöðu." Fyrstu viðbrögð Bjarna voru þau að leyfa skyldi Keflvíkingum að skora: ,,Ég spurði bæði þjálfarann og samherja mína að því. Þeir voru mér ekki sammála sem gæti hugsanlega verið út af hörðum viðbrögðum andstæðinganna. Ég skil mjög vel að Keflvíkingar hafi verið fúlir, en fannst viðbrögð þeirra eftir leikinn vera með ólíkindum."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert