Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst

Sættir hafa náðst á milli Skagamanna og Keflvíkinga vegna marksins sem Bjarni Guðjónsson skoraði þegar ÍA lagði Keflavík 2:1 í Landsbankadeildinni. Forráðamenn félaganna birtu yfirlýsingu um þetta á vef KSÍ í dag.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Í heiðarlegum leik felst að keppendur komi fram af drenglyndi og sýni mótherjum virðingu. Sannur keppnisandi verður ávallt að grundvallast á heiðarlegum leik innan sem utan vallar. Seinna mark ÍA gegn Keflavík í Landsbankadeild karla 4. júlí sl. var ekki í samræmi við þau gildi sem heiðarlegur leikur grundvallast á. Þetta harmar Knattspyrnufélag ÍA og biðst afsökunar á því.
Bæði félög munu leggja áherslu á að standa vörð um þau heilbrigðu gildi sem íslensk knattspyrna byggir á með heiðarlegum leik um leið og þau harma óviðeigandi viðbrögð og ummæli í kjölfar leiksins.
Við forystumenn félaganna, Örn Gunnarsson varaformaður rekstrarfélags ÍA og Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, staðfestum að sú óeining sem varð á milli félaganna í kjölfar ofangreinds marks 4. júlí sé úr sögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert