Fylkir skellti Val 4:2 í Laugardalnum

Fylkismenn höfðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Fylkismenn höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. mbl.is/Þorvaldur

11. umferð Landsbankadeildar karla hófst í kvöld með leik Vals og Fylkis á Laugardalsvelli klukkan 20:00. Fylkismenn unnu óvæntan 4:2 sigur á Val eftir að Hlíðarendapiltar höfðu yfir í hálfleik 2:1. Valsmenn fóru illa að ráði sínu því með sigri hefði liðið komist í toppsæti deildarinnar á kostnað FH.

0:1 Peter Gravesen skoraði af öryggi úr vítaspyrnu fyrir Fylki á 16. mínútu.
1:1 Daníel Hjaltason jafnar fyrir Val strax á 17. mínútu með góðu skoti úr vítateignum.
30. mín: Helgi Sigurðsson fékk boltann vinstra megin í vítateignum en skot hans hafnaði í stönginni.
2:1 Helgi Sigurðsson kemur boltanum yfir marklínuna á 35. mínútu eftir hornspyrnu Guðmundur Benediktssonar og skalla Árna Sveins Þórarinssonar.
40. mín: Gunnar Einarsson skallar í stöng eftir hornspyrnu Guðmundar Benediktssonar. Böltinn hrökk til Pálma Rafns Pálmasonar sem hitti ekki markið úr dauðafæri.
2:2 Valur Fannar Gíslason jafnar metin með hnitmiðuðu skoti úr vítateignum á 53. mínútu.
2:3 Halldór Hilmisson skorar fyrir Fylki eftir skyndisókn á 58. mínútu. Halldór fékk boltann til móts við vítateig Vals og skoraði með sérkennilegum hætti.
2:4 Albert Ingason kemur Fylki í 4:2 á 71. mínútu eftir skyndisókn. Markið skrifast á reikning Gunnars Einarssonar varnarmanns Vals sem hitti ekki knöttinn í eigin vítateig.

Helgi Sigurðsson skoraði fyrir Val í kvöld og er alls …
Helgi Sigurðsson skoraði fyrir Val í kvöld og er alls kominn með 8 mörk í deildinni. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert