Tryggvi tryggði FH stig gegn nýliðum HK

Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Brynjar Gauti

Einn leikur fór fram í kvöld í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þar sem HK tekur á móti Íslandsmeistaraliði FH. Liðin skildu jöfn, 2:2, en um var að ræða leik úr 12. umferð sem var frestað vegna þátttöku FH-inga í Meistaradeild Evrópu. FH er með þriggja stiga forskt á Val þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.

90. mín: Leiknum er lokið, 2:2. FH er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, þremur stigum á undan Val þegar fimm umferðir eru eftir af Landsbankadeildinni. FH hefur fengið 2 stig út úr tveimur síðustu umferðum deildarinnar en HK hefur fengið 4 stig eftir sigurleik gegn Keflavík í 13. umferð.

86. mín: 2:2 Atli Guðnason gaf fyrir mark HK þar sem að Tryggvi Guðmundsson er mættur og skorar öðru sinni í leiknum.

77. mín: FH sækir mun meira að marki HK en leikmönnum Íslandsmeistaraliðsins gengur illa að skapa sér marktækifæri. FH var með tveggja stiga forskot á Val fyrir leikinn en FH er með 27 stig og Valur 25. HK var með 14 stig í 7. sæti deildarinnar fyrir leikinn.

54. mín: 2:1 Þórður Birgisson skorar fyrir HK með skalla úr miðjum vítateignum. Rúnar Sigmundsson tók aukaspyrnu frá hægri og Þórður stökk hæst allra í vítateignum og skoraði.

50. mín: FH-ingar hafa sótt mun meira í upphafi síðari hálfleiks.

Síðari hálfleikur er byrjaður

45. mín. Fyrri hálfleik er lokið, staðan er 1:1.

36. mín: 1:1 Jón Þorgrímur Stefánsson komst einn í gegnum vörn FH, eftir frábæra sendingu frá Calum Þór Bett. Jón féll í vítateignum og boltinn barst til Calums sem skoraði af stuttu færi.

12. mín: 0:1 Matthías Guðmundsson leikmaður FH komst upp að endamörkum og gaf boltann fyrir markið. Þar var Tryggvi Guðmundsson á réttum stað og skallaði hann boltann í mark HK.

Byrjunarlið HK er þannig skipað: Gunnleifur Gunnleifsson, Ásgrímur Albertsson, Stefán Jóhann Eggertsson, Þórður Birgisson, Jón Þorgrímur Stefánsson, Rúnar Páll Sigmundsson, Hermann Geir Þórsson, Finnbogi Llorens Izaguirre, Hólmar Örn Eyjólfsson, Oliver Jaeger, Calum Þór Bett.

Byrjunarlið FH er þannig skipað: Daði Lárusson, Tommy Nielsen, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Guðmundur Sævarsson, Matthías Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Sverrir Garðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson.

Úr leik FH og HK fyrr í sumar.
Úr leik FH og HK fyrr í sumar. Árni Torfason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert