Fram og Keflavík skildu jöfn

Úr leik Fram og Víkings fyrr í sumar.
Úr leik Fram og Víkings fyrr í sumar. mbl.is/Þorvaldur

Fjórði leikur 15. umferðar Landsbankadeildar karla var að klárast en það er viðureign Fram og Keflavíkur á Laugardalsvelli. Eftir að Framarar komust yfir snemma leiks með marki Hjálmars Þórarinssonar náðu Keflvíkingar að jafna og komast yfir með mörkum frá Guðmundi Steinarssyni og Þórarni Kristjánssyni. Það var svo Jónas Grani Garðarsson sem jafnaði metin fyrir Framara tíu mínútum fyrir leikslok.

Fylgst var með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is og fer hún hér á eftir.

Leiknum er lokið, 2:2.

81. mín. Jónas Grani Garðarsson skoraði úr markteignum eftir góðan undirbúning Theódórs Óskarssonar. Theódór rak boltann upp vinstra megin og fór framhjá markverði Keflavíkur áður en hann gaf boltann á Jónas Grana sem skoraði.

70. mín. Framarar hafa sótt í sig veðrið síðustu mínúturnar en án þess þó að ná að skapa sér nægilega góð færi.

52. mín. Eftir fyrirgjöf frá Símun Samuelsen skallaði Baldur Sigurðsson boltann að marki Fram en Hannes Þór Halldórsson varði mjög vel. Boltinn barst hins vegar til Þórarins Brynjars Kristjánssonar sem skoraði laglega.

Jóhannes Valgeirsson dómari hefur flautað til leikhlés og er staðan jöfn, 1:1.

35. mín. Staðan er enn jöfn, 1:1, og fátt markvert hefur gerst eftir mark Keflvíkinga.

23. mín. Guðmundur Steinarsson jafnaði fyrir Keflvíkinga. Eftir hornspyrnu frá vinstri tókst Frömurum ekki að koma boltanum í burtu. Knötturinn barst til Guðmundar sem skaut honum í gegnum þvöguna og í mark Fram.

7. mín. Hjálmar Þórarinsson skoraði gott mark af tæplega 20 metra færi, en eftir skot hans endaði boltinn efst í hægra markhorninu.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Ingvar Þór Ólason, Reynir Leósson, Kristján Hauksson, Daði Guðmundsson, Hans Mathiesen, Henrik Eggerts, Alexander Steen, Hjálmar Þórarinsson, Jónas Grani Garðarsson, Theódór Óskarsson.

Lið Keflavíkur: Bjarki Freyr Guðmundsson, Guðjón Árni Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Guðmundur Viðar Mete, Hallgrímur Jónasson, Marco Kotilainen, Jónas Guðni Sævarsson, Baldur Sigurðsson, Símun Samuelsen, Guðmundur Steinarsson, Þórarinn Brynjar Kristjánsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert