Ummæli þjálfara tekin fyrir hjá aganefnd KSÍ

Fjögur knattspyrnulið í Landsbankadeild karla, og þjálfarar þeirra, eiga á hættu að hljóta refsingu í kjölfar ummæla sem þjálfararnir létu falla síðastliðið sunnudagskvöld, en þá fór fjórtánda umferð fram.

Þjálfararnir sem um ræðir eru þeir Ólafur Helgi Kristjánsson, Breiðabliki, Magnús Gylfason, Víkingi, Guðjón Þórðarson, ÍA, og Leifur Sigfinnur Garðarsson, Fylki. Þetta staðfesti Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann hefur sent erindi þessa efnis til aganefndar sambandsins sem mun taka málið fyrir.

"Það er ekki mitt að mæla með sekt í þessu máli, en það sem kemur fram hjá mér er að ég tel þessa menn hafa farið yfir strikið í ummælum sínum og það er svo aganefndar að ákveða hvað gert er við því," sagði Þórir. Aganefndin hefur haft samband við hlutaðeigandi aðila og gefið þeim kost á að svara fyrir athugasemdir Þóris. Hann segist búast við að málið verði svo tekið fyrir á fundi aganefndar næstkomandi þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert