Baldur og Símun fara

Keflvíkingar sáu á bak tveimur af bestu knattspyrnumönnum sínum í gær þegar þeir seldu miðjumanninn Baldur Sigurðsson til norska 1. deildarliðsins Bryne og lánuðu færeyska landsliðsmanninn Símun Samuelsen til Sogndal sem leikur í sömu deild.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir Keflvíkinga en þeir sigla nú lygnan sjó um miðja úrvalsdeildina og hafa að litlu að keppa í þremur síðustu umferðunum. Mótherjar þeirra þar, Víkingur, Fylkir og ÍA, hrósa eflaust happi yfir því að losna við þessa öflugu leikmenn.

Símun er markahæsti leikmaður Keflvíkinga í sumar með 6 mörk og Baldur hefur verið mjög öflugur á miðjunni hjá liðinu. Hvorugur þeirra á möguleika á að vinna sig upp í norsku úrvalsdeildina með liði sínu á þessu tímabili.

Þá hefur tyrkneskt lið úr efstu deild spurst fyrir um varnarmanninn Guðmund Viðar Mete og samkvæmt reglum í Tyrklandi hefur liðið frest fram á mánudag til að ná samningum við Keflavík og Guðmund. Branislav Milisevic, einnig varnarmaður, er svo á leið til Start í Noregi. Þau félagaskipti munu þó ekki eiga sér stað fyrr en að lokinni leiktíðinni en þá verður samningi Milisevic við Keflavík lokið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert