Meistararnir töpuðu fyrir Blikum - KR enn á botninum

Leikmenn Fram fagna marki.
Leikmenn Fram fagna marki. mbl.is

KR er enn á botni Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir 3:2-sigur liðsins gegn HK í dag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði meistaralið FH, 4:3. Í Keflavík gerðu heimamenn og Víkingur markalaust jafntefli. Fylkir og Fram gerðu einnig jafntefli, 1:1. Þrjú lið eru jöfn að stigum í þremur neðstu sætunum, Fram, Víkingur og KR eru öll með 14 stig. Á morgun lýkur 16. umferð með leik Vals og ÍA. Valur getur komist upp að hlið FH með sigri. Fylgst var með gangi mála í leikjum dagsins í textalýsingu á mbl.is.

Staðan í Landsbankadeildinni.
1. FH 16 11 4 1 39:23 34
2. Valur 15 9 4 2 36:18 31
3. ÍA 15 7 4 4 28:22 25
4. Fylkir 16 7 4 5 18:17 25
5. Breiðablik 16 5 7 4 26:17 22
6. Keflavík 16 5 5 6 23:25 20
7. HK 16 4 4 8 16:33 15
8. Fram 16 3 5 8 22:28 14
9. Víkingur R. 16 3 5 8 14:26 14
10. KR 16 3 5 8 15:28 14

KR - HK: 3:2.

90. mín: 3:2: Jón Þorgrímur Stefánsson skorar fyrir HK.

66. mín: 3:1: Björgólfur Takefusa fékk boltann í vítateig HK. Hann snéri sér við og skaut að marki - óverjandi fyrir Gunnleif markvörð HK. Björgólfur hafði skömmu áður komið inná sem varamaður fyrir Rúnar Kristinsson.

56. mín: Stefán Logi Magnússon markvörður KR ver stórglæsilega skalla frá Almir Cosic. HK fékk hornspyrnu og Finnbogi Llorens skallaði að marki KR en boltinn fór framhjá.

53. mín: Rúnar Kristinssons skallar yfir mark HK af stuttu færi.

49. mín: Grétar Ólafur þrumar boltanum að marki HK en skot hans fer hátt yfir markið.

Fyrri hálfleik er lokið:

42. mín 2:1: Sigmundur Kristjánsson skorar fyrir KR. Skelfileg varnarmistök hjá HK og Sigmundur nýtti sér þau og skoraði í autt markið.

24. mín: Grétar á gott skot að marki HK sem Gunnleifur Gunnleifsson ver.

16. mín 1:1. Hörður Már Magnússon skorar fyrir HK með þrumuskoti í slá og inn. Glæsilegt mark.

16. mín 1:0. Grétar Ólafur Hjartarson skorar fyrir KR eftir hornspyrnu.

Leikskýrsla, KR - HK.

Breiðablik - FH: 4:3

Leiknum er lokið með 4:3-sigri Breiðabliks. Valsmenn geta því náð FH að stigum á morgun með því að leggja ÍA á Laugardalsvelli.

79. mín: 4:3. Matthías Guðmundsson skorar þriðja mark FH og kemur Íslandsmeistaraliðinu aftur inn í leikinn. FH-ingar hafa fækkað í varnarlínu sinni og leggja allt kappa á að jafna leikinn.

71. mín: 4:2. Arnar Gunnlaugsson skorar fyrir FH eftir góðan undirbúning Matthíasar Guðmundssonar.

66. mín: 4:1: Prince Rajcomar komst upp að endamörkum og gaf fyrir markið þar semað Auðun Helgason varð fyrir því óláni að spyrna boltanum í eigið mark.

52. mín: 3:1: Magnús Páll Gunnarsson skorar fyrir Breiðablik í fyrstu sókn Kópavogsliðsins í síðari hálfleik.

Fyrri hálfleik er lokið:

17. mín 2:1. Daði Lárusson gerir mistök í FH markinu og missir boltann fyrir fætur Prince Rajcomar sem skorar af stuttu færi. Þetta er 6. mark hans í deildinni.

16. mín 1:1. Auðun Helgasons jafnar fyrir FH eftir hornspyrnu. 13. mín 1:0. Nenad Zivanovic skorar fyrir Breiðablik gegn Íslandsmeistaraliði FH.

Leikskýrsla, Breiðablik - FH.

Fylkir - Fram: 1:1

Leiknum er lokið.

88. mín: 1:1. Fylkismaðurinn Christian Christiansen skorar og jafnar leikinn. Hann kom inná sem varamaður í leiknum.

Fyrri hálfleik er lokið:

42. mín 0:1: Jónas Grani Garðarsson skorar fyrir Fram eftir fyrirgjöf frá Theódóri Óskarssyni. Þetta er 11. markið hjá Jónasi Grana í deildinni en Helgi Sigurðsson úr Val er einnig með 11 mörk.

33. mín: Henrik Eggerts leikmaður Fram kemst í gott færi en Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis varði í horn. Upp úr hornspyrnunni skallaði Theódór Óskarsson boltann að marki Fylkis og fór boltinn í þverslánna

25. mín: Albert Brynjar Ingason framherji Fylkis kemst í gott færi en nær ekki að skora. Fylkisliðið hefur verið með frumkvæðið í leiknum og sótt mun meira gegn Fram.

Leikskýrsla Fylkir - Fram.

Keflavík - Víkingur R. 0:0

Leiknum er lokið:

72. mín: Egill Atlason komst einn í gegnum vörn Keflavíkur en náði ekki að skora.

52. mín: Guðmundur Steinarsson framherji Keflavíkur slapp inn fyrir vörn Víkings en hann náði ekki að koma boltanum framhjá Ingvari Þór Kale markverði Víkings.

Fyrri hálfleik er lokið:

29. mín: Guðmundur Viðar Mete fær sitt annað gula spjald í leiknum eftir brot á Sinisa Kekic. Keflvíkingar verða því einum færri það sem eftir lifir leiksins.

26. mín: Það hefur fátt markvert gerst í leiknum fram til þessa. Keflavíkingar hafa verið líklegri til þess að skora.

Leikskýrsla, Keflavík - Víkingur R.

Björgólfur Takefusa leikmaður KR.
Björgólfur Takefusa leikmaður KR. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert