Veltir Valur FH úr toppsætinu?

Frá leik KR og HK í gær
Frá leik KR og HK í gær mbl.is/Árni Sæberg

Spennan magnaðist á toppi og botni Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins í deildinni en þau tímamót urðu að áhorfendur í sumar eru komnir yfir 100.000 sem sótt hafa leikina í Landsbankadeildinni í sumar.

Breiðablik hleypti spennu í baráttu FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja meistarana að velli í Kópavogi, 4:3. Valur er þremur stigum á eftir FH en takist Valsmönnum að sigra Akurnesinga í kvöld velta þeir FH-ingum af toppnum en Hafnarfjarðarliðið hefur setið í toppsæti deildarinnar á vel á fjórða ár.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert