Fylkir burstaði Keflavík, Víkingur tapaði, Fram og HK náðu jafntefli

Björgólfur Takefusa og félaagar í KR komust yfir í byrjun …
Björgólfur Takefusa og félaagar í KR komust yfir í byrjun síðari hálfleiks. Árni Torfason

Víkingar sitja eftir í botnsæti Landsbankadeildar karla eftir leiki 17. umferðar í kvöld. Víkingar töpuðu 0:1 fyrir ÍA á Akranesi og eru með 14 stig. Fram og KR skildu jöfn, 1:1, og eru bæði með 15 stig. HK og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, og Fylkir vann Keflavík, 4:0.

ÍA er áfram í þriðja sæti með 29 stig en Fylkir er með 28 og liðin berjast um 3. sætið.

Í fallbaráttunni er því HK með 16 stig, Fram og KR 15 og Víkingur 14. Í lokaumferðinni leikur Víkingur við FH, HK við Val, KR við Fylki og Fram við Breiðablik.

HK - Breiðablik 1:1

HK fékk 8 hornspyrnur á fyrsta hálftímanum. Breiðablik fékk þó besta færið á þeim tíma þegar Gunnleifur Gunnleifsson varði vel frá Nenad Zivanovic. Breiðablik komst yfir á 41. mínútu þegar Ásgrímur Albertsson skoraði sjálfsmark. Staðan 0:1 í hálfleik.
Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrir HK á 69. mínútu en markið var dæmt af þar sem boltinn hafði áður farið afturfyrir endalínu. Á 82. mínútu fékk HK vítaspyrnu þegar brotið var á Oliver Jaeger og Þórður Birgisson jafnaði, 1:1.

Fram - KR 1:1

Rúnar Kristinsson fór meiddur af velli hjá KR eftir 30 mínútur. Staðan 0:0 í hálfleik. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir með glæsilegu skoti í stöng og inn á 49. mínútu. Ívar Björnsson jafnaði fyrir Fram þegar mínúta var komin framyfir leiktímann.

Fylkir - Keflavík 4:0

Peter Gravesen kom Fylki yfir úr vítaspyrnu á 2. mínútu. Albert B. Ingason bætti við öðru marki Árbæinga á 16. mínútu. Albert var aftur á ferð á 40. mínútu og kom Fylki í 3:0. Guðmundur Steinarsson hjá Keflavík fór meiddur af velli á 34. mínútu og var fluttur burt með sjúkrabíl
Albert fullkomnaði þrennuna með fjórða marki Fylkis á 78. mínútu, 4:0.

ÍA - Víkingur R. 1:0

Andri Júlíusson kom ÍA yfir á 16. mínútu. Staðan 1:0 í hálfleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert