Víkingar féllu úr Landsbankadeildinni í dag þegar lokaumferðin fór fram. Fylgst var með gangi mála í fallbaráttunni á mbl.is en HK, Fram, KR og Víkingur gátu öll fallið. Aðeins eitt lið fellur að þessu sinni vegna fjölgunar í efstu deild á næstu leiktíð. Víkingar töpuðu 1:3 fyrir FH og urðu neðstir með 14 stig en HK, KR og Fram fengu öll 16 stig.
Fram | 16 stig. |
KR | 16 stig. |
HK | 16 stig. |
Víkingur | 15 stig. |
90. Arnar Gunnlaugsson skorar í blálokin og FH sigrar 1:3.
55. mín: 1:2. Matthías Guðmundsson skorar fyrir FH.
55. mín. Arnar Gunnlaugsson komst í gott færi en Ingvar Þór Kale markvörður Víkings varði.
19. mín: Bjarki Gunnlaugsson skallar yfir mark Víkings eftir sendingu frá Arnari Gunnlaugssyni.
15. mín. 1:1. Dennis Siim skorar fyrir FH með þrumuskoti af 35 metra færi.
6. mín. 1:0. Sinisa Kekic skorar fyrir Víking, með skoti af stuttu færi.
Lið Víkings: Ingvar Kale, Höskuldur Eiríksson, Grétar Sigurðarson, Milos Glogovac, Hörður Bjarnason, Þorvaldur Sveinsson, Jón B. Hermannsson, Sinisa V. Kekic, Viðar Guðjónsson, Gunnar Kristjánsson, Egill Atlason.
Lið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Dennis Siim, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Bjarki Gunnlaugsson, Sigurvin Ólafsson, Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guðmundsson.
Valur - HK 1:0
Leiknum er lokið. Valsmenn eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 20 ár.
13. mín 1:0. Atli Sveinn Þórarinsson kemur Val yfir með marki af stuttu færi eftir þunga sókn og fyrirgjöf Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri.
Lið Vals: Kjartan Sturluson, Birkir Sævarsson, Atli S. Þórarinsson, Barry Smith, Rene Carlsen, Baldur Aðalsteinsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson.
Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson, Stefán Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Jóhann Björnsson, Hermann Geir Þórsson, Calum Þór Bett, Brynjar Víðisson, Hörður Már Magnússon, Jón Þorgrímur Stefánsson, Oliver Jaeger.
KR - Fylkir 1:1
Leiknum er lokið:
87. mín. 1:1. Peter Gravesen jafnar fyrir Fylki úr vítaspyrnu.
55. mín. 1:0. Óskar Örn Hauksson kemur KR yfir.
33. mín. Bjarnólfur Lárusson úr KR og Albert Brynjar Ingason úr Fylki fá báðir gult spjald.
8. mín. Grétar Ólafur Hjartarson á gott færi fyrir KR en skot hans fer yfir markið.
Lið KR: Stefán Logi Magnússon - Sigþór Júlíusson, Gunnlaugur Jónsson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Bjarnólfur Lárusson, Ágúst Þór Gylfason, Jóhann Þórhallsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Rúnar Kristinsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Óskar Örn Hauksson.
Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Kristján Valdimarsson, Guðni Rúnar Helgason, Peter Gravesen, Víðir Leifsson, Andrés Már Jóhannesson, David Hannah, Halldór Arnar Hilmisson, Christian Christiansen, Albert Brynjar Ingason, Valur Fannar Gíslason.
Breiðablik - Fram 2:2
74. mín. 2:2. Jónas Grani Garðarsson skorar fyrir Fram úr vítaspyrnu og er hann nú markahæstur í deildinni með 13 mörk. Helgi Sigurðsson úr Val er með 12 mörk.
56. mín. 2:1. Magnús Páll Gunnarsson skorar úr vítaspyrnu.
41. mín. 1:1. Magnús Páll Gunnarsson skorar fyrir Breiðablik, eftir sendingu frá Prince Rajcomar.
40. mín. 0:1. Jónas Grani Garðarsson skorar með skalla fyrir Fram, 12 markið hans í deildinni.
25. mín. Jónas Grani framherji Fram komst einn inn fyrir en Casper markvörður Fram varði.
7. mín. Gunnar Örn Jónsson á gott skot að marki en Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram varði.
Lið Breiðabliks: Casper Dalsgaard Jacobsen - Árni Kristinn Gunnarsson, Srdjan Gasic, Guðmann Þórisson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Gunnar Örn Jónsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Grétarsson, Nenad Zivanovic – Prince Rajcomar, Magnús Páll Gunnarsson.
Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson – Óðinn Árnason, Reynir Leósson, Kristján Hauksson, Hjálmar Þórarinsson, Hans Mathiesen, Daði Guðmundsson, Ingvar Þór Ólason, Alexander Steen, Jónas Grani Garðarsson, Henrik Eggerts.