Fallbaráttan í Landsbankadeildinni, Víkingar fallnir

Stuðningsmenn KR hafa ekki getað fagnað mörgum sigrum í sumar.
Stuðningsmenn KR hafa ekki getað fagnað mörgum sigrum í sumar. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Víkingar féllu úr Landsbankadeildinni í dag þegar lokaumferðin fór fram. Fylgst var með gangi mála í fallbaráttunni á mbl.is en HK, Fram, KR og Víkingur gátu öll fallið. Aðeins eitt lið fellur að þessu sinni vegna fjölgunar í efstu deild á næstu leiktíð. Víkingar töpuðu 1:3 fyrir FH og urðu neðstir með 14 stig en HK, KR og Fram fengu öll 16 stig.

Fram 16 stig.
KR 16 stig.
HK 16 stig.
Víkingur 15 stig.
Víkingur R. - FH 1:3

90. Arnar Gunnlaugsson skorar í blálokin og FH sigrar 1:3.

55. mín: 1:2. Matthías Guðmundsson skorar fyrir FH.

55. mín. Arnar Gunnlaugsson komst í gott færi en Ingvar Þór Kale markvörður Víkings varði.

19. mín: Bjarki Gunnlaugsson skallar yfir mark Víkings eftir sendingu frá Arnari Gunnlaugssyni.

15. mín. 1:1. Dennis Siim skorar fyrir FH með þrumuskoti af 35 metra færi.

6. mín. 1:0. Sinisa Kekic skorar fyrir Víking, með skoti af stuttu færi.

Lið Víkings: Ingvar Kale, Höskuldur Eiríksson, Grétar Sigurðarson, Milos Glogovac, Hörður Bjarnason, Þorvaldur Sveinsson, Jón B. Hermannsson, Sinisa V. Kekic, Viðar Guðjónsson, Gunnar Kristjánsson, Egill Atlason.

Lið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Dennis Siim, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Bjarki Gunnlaugsson, Sigurvin Ólafsson, Matthías Guðmundsson, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guðmundsson.

Valur - HK 1:0

Leiknum er lokið. Valsmenn eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 20 ár.

13. mín 1:0. Atli Sveinn Þórarinsson kemur Val yfir með marki af stuttu færi eftir þunga sókn og fyrirgjöf Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri.

Lið Vals: Kjartan Sturluson, Birkir Sævarsson, Atli S. Þórarinsson, Barry Smith, Rene Carlsen, Baldur Aðalsteinsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson.

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson, Stefán Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Jóhann Björnsson, Hermann Geir Þórsson, Calum Þór Bett, Brynjar Víðisson, Hörður Már Magnússon, Jón Þorgrímur Stefánsson, Oliver Jaeger.

KR - Fylkir 1:1

Leiknum er lokið:

87. mín. 1:1. Peter Gravesen jafnar fyrir Fylki úr vítaspyrnu.

55. mín. 1:0. Óskar Örn Hauksson kemur KR yfir.

33. mín. Bjarnólfur Lárusson úr KR og Albert Brynjar Ingason úr Fylki fá báðir gult spjald.

8. mín. Grétar Ólafur Hjartarson á gott færi fyrir KR en skot hans fer yfir markið.

Lið KR: Stefán Logi Magnússon - Sigþór Júlíusson, Gunnlaugur Jónsson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Bjarnólfur Lárusson, Ágúst Þór Gylfason, Jóhann Þórhallsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Rúnar Kristinsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Óskar Örn Hauksson.
Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Kristján Valdimarsson, Guðni Rúnar Helgason, Peter Gravesen, Víðir Leifsson, Andrés Már Jóhannesson, David Hannah, Halldór Arnar Hilmisson, Christian Christiansen, Albert Brynjar Ingason, Valur Fannar Gíslason.

Breiðablik - Fram 2:2

74. mín. 2:2. Jónas Grani Garðarsson skorar fyrir Fram úr vítaspyrnu og er hann nú markahæstur í deildinni með 13 mörk. Helgi Sigurðsson úr Val er með 12 mörk.

56. mín. 2:1. Magnús Páll Gunnarsson skorar úr vítaspyrnu.

41. mín. 1:1. Magnús Páll Gunnarsson skorar fyrir Breiðablik, eftir sendingu frá Prince Rajcomar.

40. mín. 0:1. Jónas Grani Garðarsson skorar með skalla fyrir Fram, 12 markið hans í deildinni.

25. mín. Jónas Grani framherji Fram komst einn inn fyrir en Casper markvörður Fram varði.

7. mín. Gunnar Örn Jónsson á gott skot að marki en Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram varði.

Lið Breiðabliks: Casper Dalsgaard Jacobsen - Árni Kristinn Gunnarsson, Srdjan Gasic, Guðmann Þórisson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Gunnar Örn Jónsson, Olgeir Sigurgeirsson, Arnar Grétarsson, Nenad Zivanovic – Prince Rajcomar, Magnús Páll Gunnarsson.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson – Óðinn Árnason, Reynir Leósson, Kristján Hauksson, Hjálmar Þórarinsson, Hans Mathiesen, Daði Guðmundsson, Ingvar Þór Ólason, Alexander Steen, Jónas Grani Garðarsson, Henrik Eggerts.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert